Áhrif mín á mannkynssöguna
Útlit
Áhrif mín á mannkynssöguna er skáldsaga eftir Guðmund Steingrímsson. Sagan segir frá Jóni sem starfar sem ljósmyndari á dagblaði í London. Hann fer í langþráð frí til Íslands yfir jólahátíðina, en eftir að til Íslands kemur hefst röð mjög undarlegra atburða sem ekki virðist vera haldbær skýring fyrir. Smám saman kemur í ljós að rætur þessara atburða eiga allir upptök sín í svartri eyðu í minni Jóns.
Áhrif mín á mannkynnssöguna er fyrsta skáldverk Guðmundar, bókin kom út árið 2003.