Fara í innihald

Ágeas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ágeas (forngrísku: Αὐγέας; Augéās) eða Ágeías (forngrísku: Αὐγείας; Augeíās) var í grískri goðafræði konungur í Elís og faðir Epíköstu. Fimmta þraut Heraklesar var að þrífa fjós Ágeasar. Var það óvinnandi verk einum manni og veitti Herakles því fljótunum Alfeios og Peneios um fjósin.

Í mörgum tungumálum, sem og á íslensku, er það að þrífa/hreinsa Ágeasarfjósið haft um það að vinna næsta ómögulegt verk, klára eitthvað sem er einstaklega erfitt eða næsta ómögulegt nema með róttækum aðferðum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.