Fara í innihald

Ágúst Jósefsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ágúst Jósefsson (f. á Belgsstöðum í Innri-Akraneshreppi14. ágúst 1874, d. 30. janúar 1968) var íslenskur prentari, heilbrigðisulltrúi, stjórnmálamaður og verkalýðsforingi.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Ágúst Jósefsson missti föður sinn barnungur og fluttist með móður sinni til Reykjavíkur árið 1880. Hann var lærður prentari og starfaði sem slíkur til 1918. Hann var meðal stofnenda Alþýðublaðsins (fyrra) árið 1906 og gegndi ýmsum embættum fyrir hreyfingu jafnaðarmanna. Hann sat í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1916 til 1922 og aftur 1924 til 1934.

Árið 1926 hafði hann forgöngu um stofnun Starfsmannafélags Reykjavíkurbæjar og var fyrsti formaður þess. Hann var jafnframt heilbrigðisfulltrúi bæjarins frá 1918 til 1950.

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.