Áfir
Útlit
Áfir [1] er vökvi sem verður eftir þegar smjör er unnið úr rjóma, en til að rjómi geti orðið að smjöri er hann strokkaður. Áfir voru áður nýttar til drykkjar og í ýmsan mjólkurmat, og eru víða enn þótt Íslendingar noti þær lítið til manneldis.
Í Þjóðsögum og sögnum, sem Elías Halldórsson tók saman, er áfum lýst sem svaladrykk:
- Konan feit og kakan heit
- og kaldar áfir að drekka.