Á hnífsoddi (matreiðsla)
Útlit
Á hnífsoddi er mælieining notuð í uppskriftum til að mæla eins og salt, sykur og krydd. Átt er við afar lítið magn af efni sem er í kornum, aðeins það magn sem tollir framan á eldhúshníf. Einnig tíðkaðist að miða mælieininguna við efni sem tollir á milli tveggja fingra, það magn sem hægt er að taka milli þumalfingurs og vísifingurs. Seldar eru mæliskeiðar sem mæla þessa einingu.