Skammstöfun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Skammstöfun er stytting á einu eða fleiri orðum, en styttingin samanstendur vanalega af stöfum úr upprunalegu orðunum. Þegar orð er ritað án skammstöfunar er sagt að það sé ritað fullum stöfum.

Reglur um skammstöfun í íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Í íslensku gilda þær málvenjur að settur er punktur á eftir hverju heilu orði sem er stytt t.d. „og fleira“ sem er skammstafað sem „o.fl.“ og „þar á meðal“ sem er skammstafað „þ. á m.“. Ekki er settur punktur þegar fyrri hluti orðs er skammstafaður, t.d. Rvík fyrir Reykjavík, ef skammstafað er SI viðskeyti (10 m, 15 km) og ef stofnun eða fyrirtæki er skammstafað t.d. RARIK.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Um notkun punkts[breyta | breyta frumkóða]

Þegar orð er stytt kemur punktur á eftir því:

Punktur er settur á eftir hverju heilu orði sem stytt er, þegar tvö orð eru stytt eru settir punktar á eftir hverju styttu orði:

Hins vegar er ekki settur punktur þegar fyrri hluti orðs er skammstafaður:

Ekki er heldur settur punktur á eftir skammstöfunum í mælikerfinu (nánar til getið metrakerfinu):

og heldur er ekki bætt við punkti við skammstafanir af erlendum uppruna

  • circaca

Um stafbil[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er notast við stafbil á milli tveggja orða sem eru skammstöfuð nema afan við skammstöfun sem er meira en einn stafur og milli tveggja skammstafana sem báðar eru sjálfstæð eining:

  • til dæmis → t.d. (ekki bil- enda er liðurinn á undan síðasta lið (‚t.‘) aðeins einn stafur)
  • að minnsta kosti → a.m.k. (ekki bil- enda er næst síðasti liðurinn (‚m.‘) aðeins einn stafur)
  • og fleira → o.fl. (ekki bil- enda er næst síðasti liðurinn (‚o.‘) aðeins einn stafur)
  • fyrir Kristf.Kr. (ekki bil- enda er næst síðasti liðurinn (‚f.‘) aðeins einn stafur)

Í dæmunum hér á undan er ekki notað bil, enda eru liðir á undan síðasta lið aðeins einn stafur. Hins vegar:

Því að liðirnir á undan þeim síðasta eru annaðhvort tveir stafir eða fleiri (cand. med.) eða hvor um sig sjálfstæðar einingar (ef. ft., o.fl. o.fl)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?“. Vísindavefurinn.
  • Um punkt; úr Auglýsingu um greinarmerkjasetningu.
  • KK konungar & Cur konur; grein í Fréttablaðinu 2005
  • Frá tölvuorðanefnd - Listi yfir skammstafanir; grein í Tölvumálum 2001