Fara í innihald

Sjáland (Holland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Skjaldarmerki
Fáni
Fáni
Skjaldarmerki
Upplýsingar
Höfuðborg: Middelburg
Flatarmál: 2.933 km²
Mannfjöldi: 381.582
Þéttleiki byggðar: 214/km²
Vefsíða: [1][óvirkur tengill]
Lega

Sjáland (Zeeland á hollensku) er þriðja minnsta og næstfámennasta hérað Hollands. Það liggur við Norðursjó og var áður fyrr háð sjávargangi og flóðum. Á Sjálandi eru flestir hinna víðáttumiklu sjávarvarnargarða Hollands.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Sjáland er 1.792 km2 að stærð og er því þriðja minnsta fylki Hollands. Aðeins Flevoland og Utrecht eru minni. Héraðið er suðvestast í Hollandi, meðfram ströndum Norðursjávar. Fyrir norðan er Suður-Holland, fyrir austan er Norður-Brabant og fyrir sunnan er Belgía (Flæmingjaland). Sjáland er einstakt fylki þar eð það samanstendur nær eingöngu af eyjum (eða fyrrverandi eyjum) og skögum, sem jafnframt voru mestu hamfarasvæði Hollands áður fyrr hvað hamfaraflóð varðaði. Miklir flóðavarnargarðar halda sjónum úti fyrir og tröllauknar vatndsælur dæla nær öllu vatni frá fljótunum Maas og Schelde í Norðursjóinn. Þetta er einstakt afrek í heiminum. Aðeins syðsti hluti Sjálands er almennilega landfastur og er eins og útskot norður af Belgíu. Íbúafjöldinn er aðeins 381 þúsund talsins, sem gerir Sjáland að næstfámennasta fylki Hollands. Aðeins Flevoland er fámennara. Höfuðborgin er Middelburg.

Fáni og skjáldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Sjálands er tvískiptur skjöldur. Fyrir ofan er hálft rautt ljón á appelsínugulum grunni. Fyrir neðan eru bláar og hvítar bylgjur. Bylgjurnar merkja fljótin Maas og Schelde. Ljónið er merki Hollands (sem fylki). Kórónan efst vísa til konungsríkisins. Skjaldarmerkið var tekið í notkun 4. desember 1948. Fáni Sjálands samanstendur af bláum og hvítum bylgjum, en þær vísa til ánna Maas og Schelde. Fyrir miðju er skjaldarmerkið. Fáninn var tekinn í notkun 14. janúar 1949.

Héraðið heitir Zeeland á hollensku, en það merkir bókstaflega sjáland, þ.e. landið við sjóinn. Það hefur því nákvæmlega sama heiti og Sjáland í Danmörku (Sjælland). Nýja-Sjáland í Kyrrahafi var nefnt eftir héraðinu.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
Sjávarvarnargarður við Oosterschelde

Rómverjar munu hafa verið í héraðinu, en þeir hurfu þaðan á 4. öld. Eftir það fór landið að minnka við ágang sjávar og flóða. Á 7. öld nam Pípin II svæðið, sem þar með varð frankneskt. Í kjölfarið komst kristni á í landinu að tilstuðlan heilags Willibrords. Á 9. öld gerðu víkingar hér og þar strandhögg. Árið 841 leyfði Lóþar, konungur Lóþaringíu, víkingum að setjast að á svæðinu Walcheren til að hindra fleiri strandhögg, með misjöfnum árangri. Hjá frísum mynduðust því nokkur strandvirki gegn víkingum, til dæmis Vlissingen og Middelburg. Á miðöldum var nær allt Sjáland-svæðið undir sjávarmáli, en íbúum tókst að vinna land með landvinningum og uppfyllingum, þannig að margar litlar eyjar urðu að stærri eyjum. Þó urðu stormflóð enn mörgum að bana. Síðla á 19. öld voru eyjarnar Zuid-Beveland og Walcheren tengdar með járnbrautarlínum og sjógörðum við meginlandið. 1953 banaði enn eitt stormflóð 1.800 manns. Þá var hafist handa við að reisa hina tröllauknu sjávarvarnargarða og vatnsdælur. Verkefni þetta kallast Deltawerk og er einstakt í heiminum. Allar eyjarnar tengdust miklum görðum með akvegum. Þetta verkefni hefur gjörbylt samgöngum og atvinnuvegum í héraðinu.

Borgir og bæir

[breyta | breyta frumkóða]

Á Sjálandi er eingin stærri borg, en talsvert af landbúnaðar- og hafnarbæjum.

Röð Borg Íbúar Ath.
1 Middelburg 40 þúsund Höfuðborg héraðsins
2 Vlissingen 32 þúsund
3 Goes 26 þúsund
4 Terneuzen 24 þúsund