Fara í innihald

Søstrene Grene

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Søstrene Grene („Grene systurnar“) er danskt smásölufyrirtæki sem var stofnað í Árósum árið 1973 af hjónunum Inger Grene og Knud Cresten Vaupell Olsen.[1] Höfuðstöðvarnar eru enn í dag staðsettar í Árósum.

Í dag er Mikkel Grene, sonur stofnendanna, forstjóri fyrirtækisins. Bróðir hans Cresten Grene er listrænn stjórnandi fyrirtækins

Søstrene Grene verslanir eru eins og völundarhús og þar er ávallt spiluð klassísk tónlist. Í búðunum er að finna skandinavíska hönnun, húsbúnað, eldhúsvörur, gjafir, ritföng og fleira.

„Systurnar“ sem nafnið vísar til eru ekki raunverulegar.[1] Þær má finna á skiltum í versluninni.

Fyrsta verslunin opnaði í Árósum árið 1973. Næstu verslanir opnuðu í Álaborg og Herning árið 1989 og þar eftir opnuðu fleiri búðir í Danmörku. Árið 2005 opnaði fyrsta verslunin utan Danmerkur á Íslandi. Árið 2006 opnuðu verslanir í Noregi og Svíþjóð. Ár9ð 2015 opnuðu 20 nýjar verslanir í Danmörku. Í dag eru Søstrene Grene verslanir í 15 löndum: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Íslandi, Japan, Englandi, Írlandi, Norður-Írlandi, Hollandi, Spáni, Frakklandi, Færeyjum, Þýskalandi, Sviss og í Austurríki.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Flyvbjerg, Kim (29. nóvember 2015). „Brødrene Grene“. Berlingske.dk (danska). Sótt 12. september 2021.