Parísaryfirlýsing UNESCO 2012 um opið menntaefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Parísaryfirlýsing UNESCO 2012 er yfirlýsing um opið menntaefni (OER). Í yfirlýsingunni eru ríkisstjórnir hvattar til þess að kynna notkun opins menntaefnis og beita sér fyrir menntaefni sem verður ókeypis og aðgengilegt öllum, alls staðar.[1]

Ellefu árum áður en Parísaryfirlýsingin varð til eða árið 2001 hafði MIT háskólinn í Massachusetts í Bandaríkjunum ákveðið að gera kennsluefni skólans aðgengilegt fyrir alla, alls staðar í heiminum og kom það til framkvæmda ári síðar, eða árið 2002. Fyrsta árið voru boðin fram 50 námskeið en árið í byrjun árs 2017 eru þau orðin 2.340[2].

Sama ár og MIT bauð fram fyrstu opnu og ókeypis námskeiðin var haldinn fundurinn „Forum on the Impact of Open Courseware for Higher Education in Developing Countries“ á vegum UNESCO. Í lokayfirlýsingu fundarins var í fyrsta skipti notað hugtakið „Open Educational Rescources“ eða opið menntaefni og þar lýsa fundarmenn þeirri ósk sinni að þróa saman menntaefni sem verði aðgengilegt öllu mannkyni.[3]

Árið 2007 gaf miðstöð menntarannsókna og nýsköpunar (CERI) hjá Efnahags- og framfararstofuninni (OECD) út skýrsluna „Giving Knowledge for Free: The Emergence of Open Educational Resources" en í skýrslunni voru niðurstöður rannsókna um opið menntaefni sem hófst árið 2005 og stóð í 20 mánuði. Í skýrslunni er meðal annars efnahagslegum og tæknilegum þáttum varðandi opið menntaefni gerð skil.[4]

Cape Town yfirlýsingin um opið aðgengi að menntun „The Cape Town Open Education Declaration“ var birt í janúar 2008. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á eftirfarandi þætti: Í fyrsta lagi eru kennarar og námsmenn hvattir til að taka þátt með því að búa til, nota, aðlaga og bæta opið menntaefni. Í öðru lagi eru kennarar, höfundar, útgefendur og stofnanir hvattar til að gefa út efni sitt með opnu afnotaleyfi þannig að aðrir geti notað efnið án endurgjalds, breytt því og bætt það. Í þriðja lagi eiga stjórnvöld, skólanefndir, framhaldsskólar og háskólar að setja opið menntaefni í forgang.[5]

Íslensk þýðing á Parísaryfirlýsingunni


Tilvísanir

  1. UNESCO. "What is the Paris OER Declaration?" Sótt 29.janúar 2017 af http://www.unesco.org/new/en/communication-and-information/access-to-knowledge/open-educational-resources/what-is-the-paris-oer-declaration/
  2. MIT Opencoursware. Sótt 27.janúar 2017 af https://ocw.mit.edu/about/
  3. UNESCO. "Forum on the Impact of Open Courseware for Higher Education in Developing Countries". Final report. bls.28. Sótt 23.janúar af http://unesdoc.unesco.org/images/0012/001285/128515e.pdf
  4. OECD. "Giving knowledge for free. The Emergence of Open Educational Resources." Sótt 24.janúar 2017 af https://www.oecd.org/edu/ceri/38654317.pdf
  5. Cape Town Open Education Declaration:Unlocking the promise of open educational resources. Sótt 27.janúar 2017 af http://www.capetowndeclaration.org/read-the-declaration