Opið menntaefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ekki rugla þessu saman við opna menntun.
Opið menntaefni

Opið menntaefni (OME, e. open educational resources (OER)) er hugtak yfir námsgögn á ýmis konar formi sem eru aðgengileg almenningi til að nota, endurblanda, endurbæta og dreifa undir einhvers konar höfundarleyfum.

Árið 2002 á UNESCO ráðstefnu var opið menntaefni skilgreint í fyrsta skipti sem framsetning á menntaefni, virkjuð með upplýsinga og samskiptatækni, til að notendur geti leitað upplýsinga og nýtt sér þær en ekki í hagnaðarskyni.

Skilgreining á hugtakinu opið menntaefni[breyta | breyta frumkóða]

Opið menntaefni er efni sem nýtist í kennslu og námi[1]. Það er aðgengilegt á Internetinu án gjaldtöku og er með opið afnotaleyfi og því laust við mikið af þeim leyfishömlum sem felast í hefðbundnum höfundarétti.

  1. Endurnýting (reused) Frelsi til þess að nota efnið á þann hátt sem er kosið í óbreyttu formi
  2. Endurskoðað (revised) Frelsi til þess að aðlaga efnið að þörfum sínum með því að breyta því
  3. Endurblandað (remixed) Frelsi til þess að blanda upprunalegu efni við annað og búa til eitthvað nýtt
  4. Endurdreift (redistributed) Frelsi til að dreifa upprunalegu efni, endurskoðuðu efni eða nýja útgáfu af því.

Opin þekking[breyta | breyta frumkóða]

Opið menntaefni er hluti af menningu opinnar þekkingar. Þar undir falla líka opinn aðgangur, opin gögn, opin menntun, opin ritrýni, opin afnotaleyfi, opinn hugbúnaður og opin vísindi.

Saga opins menntaefnis[breyta | breyta frumkóða]

Hreyfing um opið menntaefni spratt upp samhliða þróun fjarnáms og hugmynda og hugsjóna um opna þekkingu, opins hugbúnaðar, frjálsrar dreifingar og jafningjasamvinnu sem þróuðust í lok 20. aldar[2]. Opið menntaefni og frjáls og opinn hugbúnaður eiga margt sameiginlegt. David Wiley setti fram hugtakið opið efni árið 1998 og tengdi við hugmyndir um opinn hugbúnað.[3].

MIT OCW - Opencourseware verkefnið vakti alþjóðlega athygli á hreyfingu um opið menntaefni eftir að MIT tækniháskólinn í Bandaríkunum tilkynnti árið 2001 að þeir ætluðu að birta allt námsefni fjölmargra námskeiða á Internetinu endurgjaldslaust, árið 2002. Átti það jafnt við kvikað myndefni úr fyrirlestrum, verkefni, lausnir og próf. Í þessari fyrstu tilkynningu opnu menntaefnishreyfingarinnar kynnti MIT samstarf við Utah State háskólann, þar sem David Wiley starfaði sem aðstoðarprófessor í kennslutækni. Hann setti upp dreift stuðningsamfélag fyrir þá sem vildu dreifa OpenCourseWare efni í sjálfboðaliðastarfi og skipuleggja samfélög í kringum sameiginleg áhugamál. Í kjölfarið hafa fjölmargir háskólar fylgt fordæmi MIT og nú má finna mikið af efni á Internetinu sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust.

Hugtakið opið menntaefni kom fyrst fram árið 2002 á UNESCO málstofu um áhrif opinna námskeiða á háskólastigi í þróunarlöndum[4].

Árið 2007 var sett fram svokölluð Cape Town-yfirlýsing sem hvetur skólafólk um allan heim til að setja kennsluefni á netið endurgjaldslaust.[5] Yfirlýsingin er í heild sinni áskorun á fólk sem tengist menntamálum á einhvern hátt. Áskorun þess efnis að deila með öðrum því menntaefni sem að það hefur til umráða.

Annar vettvangur þar sem hægt er að nálgast og deila opnu menntaefni er vefur samtakanna OER commons en þar er að finna mikið magn af opnu menntaefni.

Fjarnám er nám sem hægt er að stunda án þess að mæta í formlegar kennslustundir í skóla eða skólastofu.

Dæmi um síður með opið menntaefni[breyta | breyta frumkóða]

Flickr er myndasíða þar sem er hægt að leita að efni eftir afnotaleyfum.

Wikimedia Commons er myndasafn þar em mismunandi opin afnotaleyfi og almenningsleyfi eru á myndunum.

YouTube býður upp á að hægt sé að leita að kvikuðu myndefni með afnotaleyfi frá Creative Commons.

Bookboon er stærsta útgáfufyrirtæki rafbóka í heiminum. Fyrirtækið leggur áherslu á að gefa út bókmenntir sem eru ætlaðar nemendum í verkfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði, auk þess gefur það út stuttar og hagnýtar viðskiptabækur.

Flötur félag stærðfræðikennara er félag sem styður við stærðfræði kennara í leik-, grunn og framhaldsskólum á Íslandi. Markmið félagsins er að styðja vel við kennara og stuðla að betri stærðfræðimenntun fyrir nemendur í landinu. Aðal málgagn félagsins er heimasíða þeirra. Á heimasíðunni gefur félagið út fjöldan allan af opnu menntaefni/kennsluefni sem kennarar og almenningur geta nálgasts án endurgjalds.

Teaching channel er vefur þar sem kennarar og kennaranemar geta lært af hverjum öðrum, deilt kennsluhugmyndum og horft á efni frá öðrum kennurum. Vefurinn gefur kennurum tækifæri til að læra af hvorum öðrum. Þar er notast við myndbönd og aðra tækni til að koma efninu til skila.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Daniel E. Atkins; John Seely Brown, Allen L. Hammond (2007). „A Review of the Open Educational Resources (OER) Movement: Achievements, Challenges, and New Opportunities“ Menlo Park, CA: The William and Flora Hewlett Foundation. bls. 4. http://www.hewlett.org/uploads/files/Hewlett_OER_report.pdf Geymt 26 júní 2011 í Wayback Machine. Sótt 1. mars 2011.
  2. Wiley, David. (2006). Expert Meeting on Open Educational Resources. Centre for Educational Research and Innovation.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. apríl 1999. Sótt 12. september 2020.
  4. Johnstone, Sally M. (2005). Open Educational Resources Serve the world. Í Educause Qarterly, 28(3).
  5. Ósk Layfey Heimisdóttir (2010), B.Ed ritgerð. Sótt af http://skemman.is/stream/get/1946/6474/13911/1/Osk_Laufey_Heimisd%C3%B3ttir_1804693119.pdf.

Ytri tenglar í tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikibækur eru með efni sem tengist