Loujain al-Hathloul

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Loujain al-Hathloul
لجين الهذلول
Loujain al-Hathloul árið 2016.
Fædd31. júlí 1989 (1989-07-31) (34 ára)
ÞjóðerniSádi-arabísk
MenntunHáskólinn í Bresku Kólumbíu[1]
StörfAðgerðasinni, kvenréttindakona
MakiFahad Albutairi (g. 2014-2018; talið er að sádi-arabísk stjórnvöld hafi neytt hann til að skilja við hana[2])

Loujain al-Hathloul (f. 31. júlí 1989) er sádi-arabísk kvenréttindakona, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og fyrrum pólitískur fangi. Hún er útskrifuð úr Háskólanum í Bresku Kólumbíu.[3] Al-Hathloul hefur nokkrum sinnum verið handtekin og síðan sleppt fyrir að óhlýðnast banni gegn því að konur aki bílum í Sádi-Arabíu. Hún var handtekin í maí árið 2018 ásamt fleiri kunnum kvenréttindakonum fyrir að „reyna að grafa undan stöðugleika konungsríkisins“. Í október árið 2018 var eiginmaður hennar, uppistandarinn Fahad Albutairi, einnig framseldur til sádi-arabískra stjórnvalda frá Jórdaníu og var settur í fangelsi.[4][5] Hathloul var sleppt úr fangelsi þann 10. febrúar 2021.[6]

Al-Hathloul var í þriðja sæti á lista yfir 100 áhrifamestu Arabakonur heims árið 2015.[7][8][9][10] Þann 14. mars 2019 tilkynnti PEN America að Hathloul myndi hljóta PEN/Barbey-ritfrelsisverðlaunin ásamt Nouf Abdulaziz og Eman Al-Nafjan. Verðlaunin voru afhent þann 21. maí á bandarískri bókmenntahátíð PEN.[11]

Árið 2019 taldi tímaritið Time Hathloul meðal 100 áhrifamestu einstaklinga ársins.[12]

Störf í þágu kvenréttinda (2014–2017)[breyta | breyta frumkóða]

Al-Hathloul er þekkt fyrir hlutverk sitt í baráttuhreyfingu kvenna fyrir ökuréttindum kvenna og í baráttu gegn æðri forræðisrétti karla yfir börnum.[13] Þann 1. desember 2014 var hún handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í 73 daga eftir að hún reyndi að aka yfir landamærin frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Sádi-Arabíu fyrir að brjóta gegn banni gegn bifreiðaakstri kvenna í ríkinu.[14][15][16][17][18][19][20] Hún er með bílpróf í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en sádi-arabíska lögreglan handtók hana engu að síður.[21] Al-Hathloul reyndi að bjóða sig fram í sveitastjórnarkosningum Sádi-Arabíu árið 2015, sem voru þær fyrstu þar sem konur voru kjörgengar, en var bannað að gefa kost á sér.[22][23]

Í september árið 2016 skrifaði al-Hathloul, ásamt 16.000 öðrum, nafn sitt á undirskriftalista til Salmans konungs þar sem skorað var á hann að leggja niður forsjárkerfi karla yfir konum í landinu.[13] Þann 4. júní árið 2017 var hún handtekin á alþjóðaflugvelli Fahds konungs í Damman. Ástæðan fyrir handtökunni var ekki gefin opinberlega upp en Amnesty International taldi hana vera vegna mannréttindastarfa al-Hathloul og hún fékk hvorki aðgang að lögfræðingi né að hafa samband við fjölskyldu sína.[24]

Handtaka og pyndingar á árunum 2018–2020[breyta | breyta frumkóða]

Loujain Al-Hathloul var rænt frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í mars árið 2018 og var flutt til Sádi-Arabíu, þar sem hún var handtekin í nokkra daga og síðan látin sæta ferðabanni.[25] Al-Hathloul var aftur sett í gæsluvarðhald þann 15. maí 2018 ásamt Eman al-Nafjan, Aisha al-Mana, Aziza al-Yousef, Madeha al-Ajroush og nokkrum karlmönnum[26][13][27] sem höfðu tekið þátt í kvenréttindabaráttu í Sádi-Arabíu.[28][29] Mannréttindavaktin taldi tilgang handtökunnar þann að hræða „alla sem lýstu yfir efasemdum um réttindaáætlun krónprinsins“.[13][30]

Í júní árið 2018 hlutu konur ökuréttindi í Sádi-Arabíu en al-Hathloul sat þó áfram í fangelsi. Samkvæmt mannréttindasamtökunum ALQST og Amnesty International voru al-Hathloul og sumar hinna kvennanna pyndaðar í fangelsinu. Meðal annars væru þær lamdar á fótum, þeim var gefið raflost og þær hýddar í pyndingarstöð sem kallaðist „hótelið“ eða „gistiheimili yfirmannsins“.[31][32] Að sögn systur Loujain al-Hathloul, Aliu (sem býr í Brussel í Belgíu) þurftu Loujain jafnframt að sæta barsmíðum, raflostum og vatnspyntingum frá maí til ágúst 2018. Foreldrar Loujain sögðu að læri hennar hafi verið „svört af marblettum“ þegar þeir heimsóttu hana og að Loujain „[hafi skolfið] án afláts og [ekki getað] haldið taki eða gengið og setið eðlilega“.[33] Að sögn Aliu al-Hathloul heimsótti Sád al-Qahtani Loujain á meðan á pyndingunum stóð, hló að henni, hótaði að nauðga henni og drepa hana og fleygja líki hennar í holræsin. Alia sagði hann hafa pyndað hana alla nóttina á Ramadanhátíðinni.[33] Alia al-Hathloul lýsti því yfir að vegna almennra viðhorfa Sáda í garð kvenna hafi það komið henni á óvart að systir hennar hafi verið pynduð.[33]

Í desember 2018 var al-Hathloul í fangelsi ásamt öðrum aðgerðasinnum í þorpinu Dahaban.[34][35][32] Að sögn bróður Loujain, Walid al-Hathloul (sem býr í Ontario í Kanada) hafði Loujain í febrúar 2019 verið færð í al-Ha'ir-fangelsið.[36]

Þann 1. mars árið 2019 lýsti opinber saksóknari Sádi-Arabíu því yfir að rannsókn á máli Loujain al-Hathloul væri lokið og að undirbúningur væri hafinn fyrir réttarhöld hennar og hinna aðgerðasinnanna fyrir að grafa undan ríkisöryggi.[37] Réttarhöldin hófust þann 13. mars árið 2019 en sakargiftirnar voru ekki tilgreindar og blaðamönnum og erindrekum var bannað að vera viðstaddir.[38][39] Í apríl 2019 var þinghaldi í máli Loujain frestað án skýringa.[40]

Í maí árið 2020 hafði réttarhöldum al-Hathloul verið frestað um óákveðinn tíma vegna kórónaveirufaraldursins, sem þykja hafa ógnað heilsu fanga í sádi-arabískum fangelsum.[41]

Þann 11. apríl lýsti systir Loujain, Lina al-Hathloul, yfir áhyggjum að því að Loujain hefði aftur verið pynduð í fangelsi þar sem ekki hafði heyrst frá henni í rúma 60 daga.[42]

Loujain al-Hathloul hafði verið haldið í gæsluvarðhaldi án sambands við umheiminn í þrjá mánuði. Þegar hún komst að því að öðrum föngum var leyft að hringja í fjölskyldur þeirra fór hún í sex daga hungurverkfall til að krefjast sömu réttinda. Henni var síðan leyft að hitta foreldra sína. Stjórnvöld Sádi-Arabíu hafa komið í veg fyrir að margir mannréttindafrömuðir, klerkar og meðlimir konungsfjölskyldunnar fái að hafa samband við fjölskyldur sínar eða lögfræðinga.[43]

Þann 15. september 2020 skoruðu um 30 ríki á Sádi-Arabíu að sleppa al-Hathloul úr haldi ásamt fjórum öðrum konum sem höfðu barist fyrir ökuréttindum kvenna.[44] Þann 8. október sama ár hvatti Evrópuþingið Sádi-Arabíu til að leysa alla mannréttindafrömuði úr haldi, þar á meðal Loujain al-Hathloul, í ályktun sem samþykkt var um mannréttindi í konungsríkinu. Meðlimir Evrópuþingsins bentu á aðbúnað margra fangelsaðra andófsmanna og farenda í fangabúðum konungsríkisins og hvöttu aðildarríki Evrópusambandsins til að takmarka þátttöku sína í fundi G-20 í Ríad árið 2020.[45]

Loujain al-Hathloul fór í annað hungurverkfall í lok október 2020.[46] Samkvæmt systrum hennar, sem tilkynntu hungurverkfallið á Twitter, gerði Loujain þetta til þess að krefjast þess að fá reglulegt samband við foreldra sína og systkini.[47] Þann 10. nóvember 2020 tilkynnti sendiherra Sádi-Arabíu í Bretlandi að stjórnvöld væru að íhuga að leysa al-Hathloul úr haldi í aðdraganda G20-fundarins í nóvember sama ár. Lausn hennar var tekin til greina eftir að alþjóðasamfélagið þrýsti á stjórnvöld að sleppa henni vegna margra vikna hungurverkfalls hennar.[48]

Eftir að G20-fundinum lauk þann 25. nóvember 2020 var mál Loujain al-Hathloul flutt til sérstaks dómstóls fyrir hryðjuverk og glæpi gegn þjóðaröryggi.[49] Systir hennar, Lina al-Hathloul, óttaðist að verið væri að þrýsta á Loujain að gangast við glæpum sem hún hefði ekki framið svo hægt yrði að nota falskar játningar gegn henni í réttarhöldunum.[50]

Þann 29. nóvember 2020 gáfu sjö evrópskir erindrekar út sameiginlega yfirlýsingu þar sem fangelsun fimm kvenréttindafrömuða, þar á meðal Loujain al-Hathloul, var fordæmd. Erindrekarnir kröfðust lausnar Hathloul, sem hafði þá verið í fangelsi frá því í maí 2018 eftir að rassía var gegð gegn kunnum gagnrýnendum þáverandi laga sem bönnuðu konum í landinu að aka bifreiðum.[51]

Dómur var felldur yfir Hathloul þann 28. desember 2020. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar.[52] Þann 10. febrúar 2021 tilkynnti systir Hathloul hins vegar á Twitter-síðu sinni að Loujain hefði verið sleppt úr fangelsi.[53]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ghoussoub, Michelle (29. maí 2018). „Incredibly fierce' UBC graduate among activists detained in Saudi Arabia“. CBC News. Afrit af uppruna á 30. maí 2018. „A graduate of the University of British Columbia is among 10 activists recently arrested in Saudi Arabia. Loujain Al-Hathloul attended UBC between 2009 and 2014, graduating with a degree in French.“
  2. Kristof, Nicholas (26. janúar 2019). „She Wanted to Drive, So Saudi Arabia's Ruler Imprisoned and Tortured Her“. The New York Times. Sótt 21. maí 2020.
  3. Ghoussoub, Michelle (22. nóvember 2018). „Concern grows for UBC grad after report Saudi Arabia tortured activists“. CBC News. Sótt 21. maí 2020.
  4. Hubbard, Ben (8. október 2018). 'Our Hands Can Reach You': Khashoggi Case Shakes Saudi Dissidents Abroad“. The New York Times. Sótt 21. maí 2020.
  5. „Saudi Arabia: Reveal Fate of Jamal Khashoggi“. Mannréttindavaktin. 11. október 2018.
  6. Smith, Saphora (Feb 10, 2021). „Loujain al-Hathloul, Saudi women's rights activist, released from prison, her family says“. NBC News.
  7. „The 100 Most Powerful Arab Women 2015: 3. Loujain al-Hathloul“. ArabianBusiness.com. 4. mars 2015. Afrit af uppruna á 10. febrúar 2020.
  8. Sheffield, Hazel (4. mars 2015). „Sheikha Lubna Al Qassimi and Amal Clooney named most powerful Arab women in the world“. The Independent. Afrit af uppruna á 12. október 2017. „Loujain Al Hathloul, at number three on the list, hit the headlines in December after she was arrested for driving across the border from the UAE to Saudi Arabia. She has now been freed from prison after reigniting the debate about women's right to drive.“
  9. „21 Saudis among 100 most powerful Arab women“. Arab News. 4. mars 2015. Afrit af uppruna á 22. september 2017. Sótt 7. mars 2015. „Loujain Al-Hathloul from Saudi Arabia is in third place for her achievements on the cultural and social fronts, while Saudi businesswoman Lubna Olayan came in at fourth for her role in the banking and finance sector.“
  10. „From a retail tycoon to Amal Clooney: meet the Arab World's most powerful women“. Al-Bawaba. 6. mars 2015. Afrit af uppruna á 1. ágúst 2017. „Loujain Al Hathloul, at number three on the list, hit the headlines in December after she was arrested for driving across the border from the UAE to Saudi Arabia. She has now been freed from prison after reigniting the debate about women's right to drive.“
  11. „Nouf Abdulaziz, Loujain Al-Hathloul, Eman Al-Nafjan“. PEN America (enska). 12. september 2019. Sótt 13. febrúar 2020.
  12. „The 100 Most Influential People of 2019“. TIME (bandarísk enska). Sótt 22. september 2020.
  13. 13,0 13,1 13,2 13,3 „Saudi Arabia: Women's Rights Advocates Arrested — Jumping Ahead of Crown Prince's Reforms Risks Jail Time“. Human Rights Watch. 18. maí 2018. Afrit af uppruna á 19. maí 2018. Sótt 19. maí 2018.
  14. „Two Saudi Women Who Were Detained for Defying a Driving Ban Have Been Freed“. Time magazine. 13. febrúar 2015. Afrit af uppruna á 29. október 2016. Sótt 4. mars 2015. „Loujain al-Hathloul and Maysaa al-Amoudi had been held since Dec. 1, after al-Hathloul, 25, attempted to drive into Saudi Arabia from the United Arab Emirates, Agence France-Presse reports.“
  15. „Saudi Women Free After 73 Days in Jail for Driving“. The New York Times. 13. febrúar 2015. Afrit af uppruna á 27. september 2017.
  16. „Saudi women jailed for driving 'released from prison' after two months“. The Independent. 13. febrúar 2015. Afrit af uppruna á 12. október 2017.
  17. „Saudi Arabia Releases Two Women Drivers From Jail“. The Wall Street Journal. 13. febrúar 2015. Afrit af uppruna á 27. maí 2018.
  18. „Saudi women drivers 'freed from jail'. BBC News. 13. febrúar 2015. Afrit af uppruna á 15. janúar 2018.
  19. „Women who defied Saudi Arabia's driving ban freed after months in jail“. Mashable. 13. febrúar 2015. Afrit af uppruna á 6. október 2017.
  20. „Saudi women who defied driving ban 'freed from jail'. France 24. 13. febrúar 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2018. Sótt 7. mars 2015.
  21. Murphy, Brian (10. desember 2015). „Once jailed for defying a driving ban, this Saudi woman is now standing for office“. The Sydney Morning Herald. The Washington Post. Sótt 21. maí 2020.
  22. „Two disqualified as first Saudi women begin campaign for election“. The Guardian. Agence France-Presse. 29. nóvember 2015. Sótt 21. maí 2020.
  23. Spencer, Richard (14. desember 2015). „Saudi Arabian women voted for the first time but still can't drive. Should we be celebrating?“. The Daily Telegraph. Sótt 21. maí 2020.
  24. Mortimer, Caroline (8. júní 2017). „Saudi Arabia jails human rights activist who defied women's driving ban“. The Independent. Sótt 21. maí 2020.
  25. Loujain al-Hathloul deserves her freedom. They all deserve freedom. رصيف 22. 12. mars 2019. Sótt 10. febrúar 2020.
  26. „Female activists detained ahead of Saudi driving ban reversal“. The National. 20. maí 2018. Afrit af uppruna á 5. júní 2018. „Some state-linked media outlets published the names of those detained, which include Loujain al-Hathloul, Aziza al-Yousef and Eman al-Najfan.“
  27. Sarah El Sirgany, Hilary Clarke (21. maí 2018). „Saudi Arabia arrests female activists weeks before lifting of driving ban“. CNN. Afrit af uppruna á 21. maí 2018. Sótt 31. maí 2018. „Activists Loujain al-Hathloul, Iman al-Nafjan, Aziza al-Yousef and Aisha Almane were arrested last week, along with four male supporters, the government and Saudi media said Friday.“
  28. Batrawy, Aya. „Six women's driving advocates in Saudi Arabia arrested“. Toronto Star. Afrit af uppruna á 5. júní 2018. Sótt 19. maí 2018.
  29. „Saudi Arabia: Chilling smear campaign against women's rights defenders“. Amnesty International. Afrit af uppruna á 5. júní 2018.
  30. „Saudi Arabia 'arrests women's rights activists'. Al Jazeera English. 19. maí 2018. Afrit af uppruna á 19. maí 2018. Sótt 19. maí 2018.
  31. „ALQST Confirms New Details of Torture of Saudi Women Activists as British MPs Seek Access to Prisons to Investigate“. ALQST. 3. janúar 2019. Afrit af uppruna á 12. janúar 2019. Sótt 12. janúar 2019.
  32. 32,0 32,1 „Saudi Arabia: Reports of torture and sexual harassment of detained activists“. Amnesty.org (enska). Amnesty International. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. janúar 2019. Sótt 21. nóvember 2018.
  33. 33,0 33,1 33,2 al-Hathloul, Alia (13. janúar 2019). „My Sister Is in a Saudi Prison. Will Mike Pompeo Stay Silent?“. The New York Times. Afrit af uppruna á 13. janúar 2019. Sótt 13. janúar 2019.
  34. „Saudi women can now drive — but activists jailed“. ABC News (áströlsk enska). 24. júní 2018. Sótt 25. júní 2018.
  35. „Saudi driving ban ends as women's rights activists remain jailed“. Aljazeera.com. Sótt 25. júní 2018.
  36. „Brother of Saudi woman 'being tortured in prison' fears her treatment is getting worse“. The Independent. 22. febrúar 2019.
  37. Hubbard, Ben (2. mars 2019). „Saudi Arabia Moves Toward Trials of Women's Rights Activists“. The New York Times. Sótt 4. mars 2019.
  38. Oppenheim, Maya (13. mars 2019). „Saudi women's rights campaigner who has been 'tortured and sexually harassed in prison' goes on trial“. The Independent. Sótt 19. júní 2019.
  39. „Saudi women's rights activists go on trial in Riyadh“. The Guardian. Reuters. 13. mars 2019. Sótt 14. mars 2019.
  40. „Trial for Saudi activists who've served a year in prison has been delayed“. Public Radio International (enska). Sótt 29. september 2019.
  41. Da Silva, Chantal (15. maí 2020). „Saudi Women's Rights Activist Detained for Two Years While Awaiting Trial Must Be Released During Pandemic, Sister Says“. Newsweek. Sótt 21. maí 2020.
  42. „Sister of Saudi women's rights activist fears she is being tortured, as she hasn't been heard from in months“. Independent. Sótt 11. ágúst 2020.[óvirkur tengill]
  43. „Saudi Arabia: Prominent Detainees Held Incommunicado“. Mannréttindavaktin. Sótt 6. september 2020.
  44. „UN slams Saudi Arabia in rare rebuke“. DW. Sótt 15. september 2020.
  45. „European Parliament resolution on the situation of Ethiopian migrants in detention centres in Saudi Arabia“. Evrópuþingið. Sótt 7. október 2020.
  46. „Loujain al-Hathloul: UN experts alarmed by jailed Saudi activist's health“. BBC News (bresk enska). 5. nóvember 2020. Sótt 5. nóvember 2020.
  47. „Prominent Saudi women's rights activist on hunger strike in detention, says family“. Reuters. Sótt 27. október 2020.
  48. „Saudi Arabia considers clemency for female activists ahead of G20“. The Guardian. Sótt 10. nóvember 2020.
  49. Hubbard, Ben (25. nóvember 2020). „Saudi Activist Who Fought For Women's Right to Drive Is Sent to Terrorism Court“. The New York Times.
  50. „Saudi Arabia to put women's rights activist Loujain al-Hathloul on trial“. The Guardian. Sótt 24. nóvember 2020.
  51. „European envoys urge Saudi Arabia to release women's rights activists“. CNN. Sótt 30. nóvember 2020.
  52. „Saudi activist Loujain al-Hathloul jailed for 5 years, 8 months“. France 24. Sótt 28. desember 2020.
  53. Dubai, Associated Press in (10. febrúar 2021). „Saudi women's rights activist Loujain al-Hathloul released from prison“. the Guardian (enska). Sótt 10. febrúar 2021.