Lóðun
Lóðun[1] eða tinlóðun[2] er notað um aðferð við að skeyta saman málmhluti með því að bræða sérstakan málm sem nefnist lóðmálmur[3][4] (einnig lóðtin,[3][4] brasmálmur)[4] með tiltölulega lágt bræðslumark, sem fyllingarefni yfir samskeytin. Lóðun er gjarnan notuð þegar tengja þarf saman íhluti á prentplötu og einnig í pípulögnum þegar koparrör eru skeytt saman. Í lóðun eru m.a. notaðar blöndur af tini og öðrum málmum t.d. blýi, sinkii, silfri og kadmíni, en af umhverfisástæðum er leitast við að notað efni án blýs.
Þegar íhlutir í rafeindatæki eru lóðaðir saman er vanalegt að nota málmblöndu 63% tins og 37% blýs. Samskeytin eru hituð með lóðbolta og tinvír borinn að, þ.a. að ögn af enda tinvírsins bráðnar í lítinn dropa, sem rennur yfir samskeytin og storkar þar. Mikilvægt er að "lóðningin" sé góð, þ.a. samskeytin leiði vel rafstraum og losni ekki. Lóðning sem leiðir illa og losnar auðveldlega kallast "köld lóðning" og ber að forðast.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Orðið „lóðun“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- íslenska: „lóðun“
- ↑ Orðið „tilóðun“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- íslenska: „tilóðun“
- ↑ 3,0 3,1 Orðið „lóðmálmur“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- íslenska: „lóðmálmur“, „lóðtin“
- ↑ 4,0 4,1 4,2 Orðið „lóðmálmur“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
- íslenska: „lóðmálmur“, „lóðtin“, „brasmálmur“