Blý

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Tin  
Þallín Blý Bismút
  Ununquadín  
Efnatákn Pb
Sætistala 82
Efnaflokkur Tregur málmur
Eðlismassi 11340,0 kg/
Harka 1,5
Atómmassi 207,2 g/mól
Bræðslumark 600,61 K
Suðumark {{{Suðumark}}} K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni
Lotukerfið

Blý er frumefni með efnatáknið Pb (af latnesku heiti blýs, Plumbum) og er númer 82 í lotukerfinu. Það er mjúkur, eitraður, þungur og þjáll tregur málmur. Blý er bláhvítt þegar það er nýsneitt en tærist yfir í daufgráan lit við snertingu vð loft vegna oxunar. Blý er notað í byggingar, blýsýrurafgeyma, byssukúlur, og sem blendi í lóðmálmum, pjátri og sambræðanlegum málmblöndum. Blý hefur hæstu atómtölu allra stöðugra efna. Þess má þó geta að Bismút-209 hefur helmingunartíma uppá milljarðfaldan þekktan aldur alheimsins og er því stundum talið sem stöðugt. Þessvegna er bismút stundum talið hafa hæsta atómtölu allra stöðugra efna.

Sagan[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að menn hafi notað blý frá því um 3000 f.Kr. Blý var mikið notað í hinu forna Rómaveldi. Forn-Rómverjar notuðu blý i vatnslagnir. Þess vegna er enska orðið yfir pípulagningamann „plumber“ leitt af latneska orðinu „plumbum“ sem þýðir blý. Á miðöldum var blý notað í þök, kistur, tanka og ræsi og í styttur og skraut. Blý var einnig notað til að skeyta saman gler á gluggaskreytingum í kirkjugluggum. Í dag er blý ekki mikið notað í þök þar sem það er of dýrt og þar sem eituráhrif blýs eru orðin vel þekkt. Þess í stað er meira notað af kopar og plastefnum eins og pólýeten. Lög af blýi eru notuð til að fóðra innan tanka með tærandi vökvum eins og sýru sem myndi éta sundur aðra málma. Þar sem blý er þyngri málmur en járn og kopar er það notað í ýmsa hluti sem verða að vera þungir en mega ekki vera stórir um sig, svo sem sökkur á veiðarfæri og stígvél kafara. [1]

Víngerðarmenn í Rómaveldi til forna vildu ekki nota neitt annað en blý í áhöld sín. Þeir notuðu áhöld úr blýi til að kremja vínber. Þeir tóku ekki í mál að nota annað en blýpotta eða blýklædda koparkatla því þeir ryðguðu síður og þeir töldu þá gefa betra bragð. Í rómversku uppskriftabókinni Apician, sem hefur að geyma uppskriftir sem taldar eru frá 1.-5. öld, eru fimmtungur hinna 450 uppskrifta bragðbættar með blýi. Á miðöldum notaði fólk blýsölt af sýrum eða „blýsykur“ eins og þau voru kölluð sem sætuefni í mat eða vín. Blý var enn fremur notað í borðbúnað, skartgripi og smápeninga. Að lokum komu fram margs konar eiturverkanir í fólki en þótt suma Rómverja grunaði að tenging væri milli málmsins og krankleikanna breyttust venjurnar aldrei og sumir sagnfræðingar telja að margir af heldri borgurum Rómar hafi þjáðst af blýeitrun[2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. C. Kinder Preventing Lead Poisoning in Children, "[1]", Yale-New Haven Teachers Institute, án dags.
  2. E. Sohn et al, án dags, "[2] Geymt 20 mars 2013 í Wayback Machine", Dartmouth,nóvember 2010.
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.