Knattspyrnukeppni heimssýningarinnar í París

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knattspyrnukeppni heimssýningarinnar í París eða Tournoi international de l'Exposition Universelle de Paris var alþjóðlegt mót sem fram fór í Frakklandi dagana 30. maí til 6. júní árið 1937 og haldið í tengslum við heimssýninguna í París það ár. Átta félagsliðum frá jafnmörgum löndum var boðið til keppni og var leitast við að fá sem allra sterkasta fulltrúa hverrar þjóðar. Keppnin var einn af undanförum Evrópukeppni meistararaliða á sjötta áratugnum.

Keppnislið[breyta | breyta frumkóða]

Félag Land Árangur í heimalandi
Austria Vín Austurríki 2. sæti 1936-37
Bologna Ítalíu meistarar 1936-37
Chelsea Englandi 13. sæti 1936-37
VfB Leipzig Þýskalandi bikarmeistarar 1936
Marseille Frakklandi meistarar 1936-37
Phöbus FC Ungverjalandi 4. sæti 1936-37
Slavia Prag Tékkóslóvakíu meistarar 1936-37
Sochaux Frakklandi 2. sæti 1936-37

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta umferð[breyta | breyta frumkóða]

30. maí
Austria Vín 2-0 VfB Leipzig Le Havre
30. maí
Slavia Prag 2-1 Phöbus FC Strasbourg
30. maí
Chelsea 1-1 Marseille Antibes
Chelsea sigraði á hlutkesti
30. maí
Bologna 4-1 Sochaux París

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

3. júní
Chelsea 2-0 Austria Vín París
3. júní
Bologna 2-0 Slavia Prag Lille

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

6. júní
Slavia Prag 2-0 Austria Vín París

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

Bologna mætti fullt sjálfstrausts í úrslitaleikinn með lið skipað nokkrum leikmönnum frá Suður-Ameríku. Eftir rétt um hálftíma leik var staðan orðin 3:0 og úrslitin aldrei í hættu eftir það. Þótt Chelsea hefði ekki hafnað nema rétt fyrir neðan miðja deild í heimalandinu og hin liðin væru flest meistaralið í sínum löndum komu úrslitin talsvert á óvart og voru talin til marks um að ítölsk knattspyrna væri ekki lengur eftirbátur enska boltans.

3. júní
Bologna 4-1 Chelsea París
Dómari: Lucien Leclercq, Frakklandi
Carlo Reguzzoni 15, 31, 65, Giovanni Busoni 20 Sam Weaver 72

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]