Isaac Bashevis Singer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Isaac Bashevis Singer (1988)

Isaac Bashevis Singer (jiddíska: יצחק באַשעװיס זינגער ) (f. 21. nóvember, 1902; d. 24. júlí, 1991) var pólskættaður bandarískur rithöfundur, nóbelsverðlaunahafi og einn af helstu rithöfundum jiddískra bókmennta. Hann skrifaði öll sín verk á jiddísku og gaf út í dagblöðum, en ritstýrði sjálfur ensku útgáfunum. Hann var undir áhrifum frá Knut Hamsun sem hann þýddi í æsku. Sögur hans endurspegla menningu austurevrópskra gyðinga, þjóðsögur og þjóðtrú, með íronísku sjónarhorni nútímamanns.

Verk Singers í íslenskri þýðingu[breyta | breyta frumkóða]

  • Töframaðurinn frá Lúblín, Setberg, Reykjavík 1979. Hjörtur Pálsson þýddi. (2. útg. 1984)
  • Í föðurgarði, Setberg, Reykjavík 1980. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Óvinir – Ástarsaga, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1980. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi.
  • Sautján sögur, Setberg, Reykjavík 1981. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Sjosja, Setberg, Reykjavík 1984. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Ást og útlegð, Setberg, Reykjavík 1986. Hjörtur Pálsson þýddi. (2. útg. 1987)
  • Þrællinn, Setberg, Reykjavík 1987. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Jöfur sléttunnar, Setberg, Reykjavík 1988. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Iðrandi syndari, Setberg, Reykjavík 1989. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Gallagripur, Setberg, Reykjavík 1991. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Setrið, Setberg, Reykjavík 1992. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Vegabréf til Palestínu, Setberg, Reykjavík 1993. Hjörtur Pálsson þýddi.
  • Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans (barnabók), Bjartur, Reykjavík 2003. Gyrðir Elíasson þýddi, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir myndskreytti.
  • Geitin Zlata og fleiri sögur, Uppheimar, Akranesi 2004. Kristín R. Thorlacius þýddi, Maurice Sendak myndskreytti.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.