Fara í innihald

Hillary Clinton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hillary Rodham Clinton
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
21. janúar 2009 – 1. febrúar 2013
ForsetiBarack Obama
ForveriCondoleezza Rice
EftirmaðurJohn Kerry
Öldungadeildarþingmaður New York
Í embætti
3. janúar 2001 – 21. janúar 2009
ForveriDaniel Patrick Moynihan
EftirmaðurKirsten Gillibrand
Forsetafrú Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1993 – 20. janúar 2001
ForsetiBill Clinton
ForveriBarbara Bush
EftirmaðurLaura Bush
Persónulegar upplýsingar
Fædd26. október 1947 (1947-10-26) (77 ára)
Chicago, Illinois, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiBill Clinton (g. 1975)
BörnChelsea Clinton
HáskóliYale-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Hillary Diane Rodham Clinton (f. 26. október 1947) er bandarískur stjórnmálamaður, fædd í Chicago í Illinois fylki. Hún er fyrrum utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama en var áður ríkisstjórafrú í Arkansas fylki (1979-1981), forsetafrú Bandaríkjanna (1993-2000) og öldungardeildarþingmaður í efri deild bandaríska þingsins fyrir New York fylki (2001-2009). Hún sóttist eftir tilnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi í forsetakosningunum árið 2008 en beið lægri hlut fyrir keppinaut sínum, Barack Obama. Clinton vann tilnefningu Demókrata í forsetakosningunum árið 2016 en tapaði forsetakjörinu að endingu fyrir Donald Trump.

Hillary er fyrsta konan sem hefur verið forsetaframbjóðandi annars tveggja helstu stjórnmálaflokkanna og átt raunhæfa möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna. Hún er gift Bill Clinton sem var forseti Bandaríkjanna á árunum 1993-2001. Hillary Clinton er einnig metsöluhöfundur bókanna Living History (2003) og It Takes A Village (1996).

Æska og nám

[breyta | breyta frumkóða]

Hillary Diane Rodham fæddist 26. október 1947 í Chicago, Illinois í Bandaríkjunum. Foreldar hennar Hugh Ellsworth Rodham og móðir hennar Dorothy Emma Howell fluttu til Park Ridge sem er úthverfi í Illinois þegar Hillary var þriggja ára gömul. Hillary er elst þriggja systkina en bræður hennar heita Hugh og Tony. Hún gekk í grunnsskóla í Park Ridge og síðar gekk hún í Maine East menntaskólann (e. Maine East High School) þar sem hún tók þátt í nemendaráðinu og skólablaðinu en á loka gagnfræðiárinu fluttist hún yfir í Maine South menntaskólann (e. Maine South High School) þar sem hún útskrifaðist árið 1965. Sama ár byrjaði Hillary í Wellesley-háskólanum (e. Wellesley College) þar sem hún útskrifaðist með aðaláherslu á stjórnmálafræði.[1] Hillary innritaði sig í Yale-lagaháskólann (e. Yale Law School). Árið 1971 kynntist hún Bill Clinton, núverandi eignmanni sínum, en hann stundaði einnig laganám við sama skóla. Árið 1973 útskrifaðist hún með lögfræðigráðu frá Yale-háskólanum.

Árin í Arkansas

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1974 tók Hillary ákvörðun um að flytja með Bill til Fayetteville í Arkansas þar sem hann var að kenna lögfræði í háskólanum í Arkansas (e. University of Arkansas) og í framboði til sætis í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Arkansas.[2] Þar gerðist hún ein af tveimur kvennkyns lögfræðikennurum í sama háskóla og Bill þar sem hún kenndi afbrotafræði og varð fyrsti framkvæmdarstjóri lögfræði- hjálparstofnun skólans. Bill og Hillary giftu sig með lítilli athöfn 11. október 1975.[3] Hún ákvað að taka ekki upp nafn eiginmanns síns og halda atvinnulífinu aðskildnu frá persónulega lífinu sínu. Bill tapaði framboði sínu til fulltrúadeildarinnar en var kosin dómsmálaráðherra Arkansas árið 1976 sem gerði það að verkum að hjónin fluttu til höfuðborgar Arkansas, Little Rock. Þar byrjaði hún að vinna hjá virðulegri lögfræðistofu sem hét Rose Law Firm, ásamt því að vinna sjálfboðavinnu fyrir málstað barna.

Árið 1978 var eiginmaður hennar kosin fylkisstjóri Arkansas sem gerði Hillary að ríkisfrú Arkansas (1979-1981 og svo aftur 1983-1992) þar sem eiginmaður hennar skipaði hana sem formann yfir heilbrigðisráðgjafanefnd landsbyggðarinnar í Arkansas (e. Rural Health Advisory Committee) þar sem hún tryggði aukið fjármagn til heilbrigðisþjónustu fátaktækari svæða ríkisins. Árið 1979 varð Hillary fyrsta konan til að gerast meðeigandi í Rose lögfræðistofunni sem hún starfaði hjá. Frá árunum 1978 þar til Bill var gerður að forseta Bandaríkjanna var Hillary ávalt tekjuhæst á heimilinu. Árið 1980 eignuðust svo Hillary og Bill sitt fyrsta og eina barn, Chelsea Clinton.

Forsetafrú Bandaríkjanna (1993-2001)

[breyta | breyta frumkóða]
Bill og Hillary Clinton árið 1997

Hillary Clinton var forsetafrú Bandaríkjanna á árunum 1993-2000 eftir að eiginmaður hennar, Bill Clinton, var vígður í embætti forseta Bandaríkjanna í janúar 1993. Hún var fyrsta forsetafrúin sem hafði framhaldsmenntun úr háskóla , hún var einnig fyrsta forsetafrúin til að hafa átt sinn eigin starfsframa þar til hún fluttist í Hvíta Húsið (e. White House) ásamt því að vera fyrst til að eignast skrifstofu í Vesturálmu Hvíta Hússins og aðra í Austurálmunni. Hillary er sögð hafa verið mjög áhrifarík forsetafrú en hún spilaði mikilvægt hlutverk í opinberum stefnumálum. Bill Clinton er sagður hafða leitað til hennar með ýmis mál og fegið álit hennar en hún er sögð ekki alltaf verið sammála eiginmanni sínum um ýmis málefni. Sem forsetafrú sá hún um að tryggja fjárframlög til að varðveita og laga sögulega minjar og svæði tengd bandarískri sögu, hún gerði ýmsar breytingar á garði Hvíta Hússins. Hún var með yfirumsjón yfir lagfæringum og endurbyggingu ýmsa mikilvæga sögulegra herbergja innan veggja Hvíta Hússins, hún hélt líka ýmsar glæsilegar veislur. Hillary fylgdi eiginmanni sínum í opinberar heimsóknir til ýmsa landa, þessar ferðir hennar gáfu henni mikla innsýn og reynslu inn í það starf sem hún kom seinna til með að taka að sér sem utanríkiráðherra Bandaríkjanna.

Endurbætur í heilbrigðiskerfinu (e. Health Care Reform)

[breyta | breyta frumkóða]

Stuttu eftir að Bill Clinton tók við stöðu forseta Bandaríkjanna, kom hann á fót vinnuhóp (e. Task Force on National Health Care Reform) til að vinna að bættu heilbrigðisfrumvarpi fyrir bandarísku þjóðina. Hann skipaði Hillary Clinton yfir þessum vinnuhóp en sú ákvörðun kom mörgum á óvart og var deilt hart hvort að forsetafrú mætti samkvæmt lögum vera yfir slíkum vinnuhópi.[4][5] Þessar endurbætur voru ekki lausar við gagnrýni en andstæðingar töldu þessar endurbætur meðal annarrs innihalda mikla skriffinnsku og takmarkað val almennings á þjónustu. Í ágúst 1994 féll heilbrigðisfrumvarpið á þinginu. Það var ekki fyrr en árið 2008 að þingið tók aftur upp umræðuna um nýtt heilbrigðisfrumvarp, í þetta skipti lagði Obama stjórnin fram nýtt heilbrigðisfrumvarp.

Monica Lewinsky-hneykslið

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1998 komast það upp að Bill Clinton átti í kynferðislegu sambandi við ungan lærling Hvíta Hússins, konu að nafni Monica Lewinsky. Fyrst þegar málið komst upp neitaði Bill ásökunum og Hillary sagði í viðtali um þetta mál, að um samsæri væri að ræða frá hægri öfgamönnum sem nýjasta samsærið í röð margra frá pólitískum andstæðingum þeirra. Síðar baðst hún afsökunar á fyrri ummælum sínum þar sem í ljós kom að eiginmaður hennar hafi ekki verið að segja sannleikann og hafði í raun og veru átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky. Hillary tilkynnti í ljósi þessara atburða að hún hygðist þrátt fyrir það sem undan hefði gengið ,að halda í hjónabandið. Margar skoðanir voru uppi um ákvörðun forsetafrúarinnar, margir litu aðdáunar augum á styrk hennar og framkomu þegar persónuleg málefni hennar voru gerð opinber, aðrir litu á hana sem fórnalamb og enn aðrir gagnrýndu hana fyrir að vera um set í dauðu hjónabandi þar sem þau töldu hana hugsa einungis um sinn eigin pólitíska frama.

Framboð til Öldungadeildar Bandaríkjaþings

[breyta | breyta frumkóða]

Í júlí árið 1999 tilkynnti Hillary Clinton að hún hygðist bjóða sig fram sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York fylki í kosningunum árið 2000. Í kjölfar þessarar tilkynningar varð hún fyrsta forsetafrú Bandaríkjanna til að vera frambjóðandi í öldungadeildarkosningum. Hillary hafði það að markmiði fyrir kosningarnar að draga úr atvinnuleysi með því að hvetja til nýsköpunar og búa til skattalegan hvata fyrir fyrirtæki að fjárfesta í innviðum samfélagsins. Markmið hennar var að skapa um 200 þúsund störf á sex ára tímabili, vildi hún þá einblína á að efla heilbrigðis og menntakerfið.[6]

Sama ár og hún tilkynnti um framboð sitt, fjárfesti hún í húsi í Chappaqua, í New York fylki en hún var meðal annars gagnrýnd fyrir að bjóða sig fram í New York fylki þar sem hún hafði aldrei verið búsett þar eða tekið þátt í pólitískum málum innan fylkisins.

Hillary Clinton vann kosningarnar 7. nóvember árið 2000 fyrir hönd demókrata með 55 prósent atkvæða á móti Rick Lazio framjóðenda repúblikana með 43 prósent atkvæða. Hillary var vígð í embætti öldungadeildaþingmanns 3. janúar 2001 og í kjölfar þess var hún fyrsta fyrrum forsetafrú til að sitja sem öldungadeildaþingmaður. Árið 2006 var hún endurkjörinn á þing með 61 prósenti atkvæða á móti 31.

Öldungadeildarþingmaður fyrir New York fylki (2001-2009)

[breyta | breyta frumkóða]

Clinton lét lítið fyrir sér fara fyrst um sinn og vann hörðum höndum að því að byggja upp samband milli þingmanna beggja flokka. Í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 vann Clinton hörðum höndum að því að finna fjármagn til að bæta varnaröryggi New York fylkis ásamt uppbyggingu svæðisins sem varð fyrir árás. Hún tók einnig virkan þátt í að rannsaka hvaða heilsufarsafleiðingar urðu í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 2001. Clinton studdi innrás Bandaríkjanna í Afganistan.

Forsetaframboð Hillary Clinton árið 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Í janúar árið 2007 tilkynnti Hillary Clinton að hún hygðist bjóða sig fram í forkosningar demókrata í baráttu um forseta tilnefningu demókrata. Mótframbjóðendur hennar og helstu keppinautar í sama flokki voru Barack Obama, þingmaður frá Illinois og John Edwards fyrrum þingmaður frá Norður-Karólínu. Lengi vel benti margt til þess að Clinton yrði forsetaefni demókrata. Í lok október fór að síga á fylgni Clinton og fylgni Barack Obama fór að aukast. Hillary tapaði framboði sínu naumlega fyrir mótframbjóðanda sínum Barack Obama.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna (2009-2013)

[breyta | breyta frumkóða]
Hillary Clinton fundar með Mahmúd Abbas, Benjamin Netanyahu og George Mitchell, sérlegum sáttasemjara 2 september 2010.

Ný kjörinn forseti, Barack Obama bauð Clinton stöðu sem utanríkisráðherra, rúmri viku eftir kjör hans til forseta. Þessi ákvörðun forsetans kom mörgum á óvart.[7] Clinton hafnaði fyrst stöðunni með þeim ummælum „Ó nei! Það viltu ekki“ en eftir frekari íhugun og fund með Obama ákvað hún að þiggja stöðuna.[8] Í desember árið 2008 tilkynnti Barack Obama að Hillary tæki við sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 21. janúar 2009 var hún vígð inn í embætti sem 67. utanríkisráðherra Bandaríkjanna.[9] Hillary Clinton var fyrsta fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna til að þjóna í ríkistjórn forseta Bandaríkjanna.

Clinton lét lítið fyrir sér fara fyrstu mánuðina og vann hörðum höndum að því að læra tökin á nýja starfinu, hún hitti alla núlifandi fyrrum utanríkisráðherra til að fá betri sýn á stöðuna sem hún gegnir. Markmið Clintons er að efla utanríkisráðuneytið til muna og fór hún fram á hærra fjárframlag til stofnunarinnar ásamt því að stækka hlutverk þess í alþjóða hagkerfinu. Hún kallaði einnig eftir aukinni þörf á bættri bandarískri diplóma nærveru í heiminum, þá sértaklega í Írak.[10]

Í febrúar 2009 fór Clinton í sína fyrstu vinnuferð sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ferðinni var heitið til Japan, Indónesíu, Suður Kóreu og Kína.[11] Clinton endaði síðan viðburðaríkt ár með því að vera viðstödd UNCCC (e. United Nations Climate Change Conference) ráðstefnuna í Kaupmannahöfn þar sem hún setti fram á seinustu stundu nýja upphæð af þróunaraðstoð til að hjálpa þróunarríkjunum að vinna með áhrifum hlýnun jarðar.[12]

Árið 2010 byrjaði Clinton á að heimsækja Asíska- Kyrrahafssvæðið (e. Asia-Pacific region) en vegna jarðskjálftans á Haítí varð sú ferð stutt þar sem hún gerði sér strax ferð til hamfarasvæðisins þar sem hún fór á fund forseta Haítí, René Préval þar sem þau meðal annars ræddu um að koma Bandaríkjamönnum á Haítí í burtu og hjálparaðgerðir.[13]

Forsetaframboð árið 2016

[breyta | breyta frumkóða]

Clinton bauð sig fram til forseta í annað sinn árið 2016. Hún keppti við þingmanninn Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins en vann nokkuð öruggan sigur gegn honum í forkjörinu. Eftir að hafa hlotið tilnefningu flokksins mældist Clinton lengst af með forskot á frambjóðanda Repúblikana, Donald Trump, í skoðanakönnunum, en nokkur hneykslismál úr utanríkisráðherratíð hennar söxuðu smátt saman á forskotið. Andstæðingar hana gagnrýndu hana sér í lagi fyrir að hafa brotið reglur um notkun tölvupósta í embættinu og þannig farið óvarlega með trúnaðarupplýsingar. Jafnframt var hún gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við dauða fjögurra bandarískra erindreka í hryðjuverkaárás á sendiráð í Benghazi árið 2012. Á kjördag tapaði Clinton forsetakjörinu, flestum að óvörum, fyrir Trump. Clinton hlaut um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump í kosningunum en fékk þó færri kjörmenn í kjörmannaráðinu vegna þess hvernig kjördæmaskipan Bandaríkjanna í forsetakosningum er háttað.[14][15]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Clinton, Hillary Rodham (29-05-1992). "Hillary Rodham Clinton Remarks to Wellesley College Class of 1992". Wellesley College. http://www.wellesley.edu/PublicAffairs/Commencement/1992/speecheshrc.html Geymt 5 ágúst 2012 í Archive.today. Sótt 1.11.2010
  2. Bernstein, Carl (2007). A Woman in Charge: The Life of Hillary Rodham Clinton. New York: Alfred A. Knopf. ISBN 0-375-40766-9
  3. "Hillary Rodham Clinton". The White House. http://www.whitehouse.gov/history/firstladies/hc42.html Geymt 24 ágúst 2006 í Wayback Machine. Sótt 1.11.2010.
  4. Hodgson, Godfrey. The Gentleman from New York: Daniel Patrick Moynihan: Ævisaga, Bls. 349 (2000): "Hillary Clinton was out in front on this project to a degree unprecedented among presidential wives
  5. Sidak, J Gregory (1993). "Amicus Brief of J. Gregory Sidak in Association of American Physicians & Surgeons v. Hillary Rodham Clinton". Social Science Research Network. http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=971067. Sótt 01-11-2010.
  6. "Hillary Rodham Clinton scores historic win in New York". CNN. 2000-11-08. http://archives.cnn.com/2000/ALLPOLITICS/stories/11/07/senate.ny/ Geymt 11 september 2005 í Wayback Machine. Sótt 1-11-2010.
  7. Holland, Steve (14-11-2008). "Obama, Clinton discussed secretary of state job". Reuters. http://www.reuters.com/articlePrint?articleId=USTRE4AD04820081114. Sótt 27-10-2010.
  8. Barr, Andy (14-10-2009). "Hillary Clinton: I'd have hired Barack Obama". The Politico. http://www.politico.com/news/stories/1009/28278.html. Sótt 27-20-2010.
  9. U.S. Department of State. "Secretary of State Hillary Rodham Clinton" http://www.state.gov/secretary/index.htm. Sótt 27-10-2010
  10. Landler, Mark; Cooper, Helene (22-12-2008). "Clinton Moves to Widen Role of State Dept.". The New York Times. http://www.nytimes.com/2008/12/23/us/politics/23diplo.html. Sótt 27-10-2010.
  11. Zhao Yi (22-02-2009). "A glance at features of Hillary Clinton's Asian tour". Xinhua News Agency. http://news.xinhuanet.com/english/2009-02/22/content_10868987.htm. Sótt 28-10-2010.
  12. Eilperin, Juliet; Faiola, Anthony (18-12-2009). "U.S. pledges aid, urges developing nations to cut emissions". The Washington Post. http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2009/12/17/AR2009121700165.html. Sótt 28-10-2010
  13. Quinn, Andrew (15-01-2010). "Hillary Clinton to go to Haiti on Saturday". Reuters. http://www.reuters.com/article/idUSTRE60E5NA20100115?type=politicsNews. Sótt 29.10.2010
  14. „Presidential Election Results: Donald J. Trump Wins“. Sótt 22. febrúar 2017.
  15. „Clinton fékk nærri þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump“. Kjarninn. 8. janúar. Sótt 22. desember 2019.


Fyrirrennari:
Barbara Bush
Forsetafrú Bandaríkjanna
(20. janúar 1993 – 20. janúar 2001)
Eftirmaður:
Laura Bush
Fyrirrennari:
Daniel Patrick Moynihan
Öldungadeildarþingmaður New York
(3. janúar 2001 – 21. janúar 2009)
Eftirmaður:
Kirsten Gillibrand
Fyrirrennari:
Condoleezza Rice
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
(21. janúar 2009 – 1. februar 2013)
Eftirmaður:
John Kerry