Handknattleiksárið 1967-68

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Handknattleiksárið 1967-68 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1967 og lauk sumarið 1968. Framarar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Valskonur í kvennaflokki. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á tímabilinu.

Karlaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í sex liða deild með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
Fram 17
Haukar 14
FH 12
Valur 8
KR 6
Víkingur 3

Víkingar féllu í 2. deild

2. deild[breyta | breyta frumkóða]

ÍR-ingar sigruðu í 2. deild. Keppt var í fimm liða deild með tvöfaldri umferð. ÍBV hætti keppni og töldust úrslit í leikjum þess dauð og ómerk.

Félag Stig
ÍR 12
Ármann 9
ÍBA 8
Þróttur R. 8
ÍBK 3

Evrópukeppni[breyta | breyta frumkóða]

Fram keppti í Evrópukeppni meistaraliða. Framarar hófu keppni í 1. umferð en töpuðu fyrir júgóslavneska liðinu Partizan Bjelovar.

1. umferð

  • Fram - Partizan Bjelovar 16:16
  • Partizan Bjelovar - Fram 24:9

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Karlalandsliðið lék tvo vináttuleiki gegn nýkrýndum heimsmeisturum frá Tékkóslóvakíu í Reykjavík í desember 1967. Þeir töpuðust báðir þrátt fyrir hetjulega baráttu.

Leiknir voru fjórir leikir í langri keppnisför til Rúmeníu og Vestur-Þýskalands sem allir töpuðust, snemma á árinu 1968. Ísland og Danmörk unnu hvort sinn leikinn í Reykjavík í aprílmánuði og síðar í sama mánuði hélt landsliðið til Spánar og lék tvo leiki. Sá seinni vannst naumlega en fyrri leiknum töpuðu Íslendingar stórt, enda leikið utandyra á malbiki í brakandi hita.

Kvennaflokkur[breyta | breyta frumkóða]

1. deild[breyta | breyta frumkóða]

Valsarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna á fullu húsi stiga. Keppt var í sjö liða deild með einfaldri umferð. ÍBV hætti keppni og töldust úrslit í leikjum þess dauð og ómerk.

Félag Stig
Valur 12
Ármann 9
Fram 8
Víkingur 7
KR 4
Breiðablik 2
ÍBK 0

FH sendi ekki lið til keppni, þrátt fyrir að hafa verið í fremstu röð árið áður.

Landslið[breyta | breyta frumkóða]

Karlalandsliðið lék nokkra vináttulandsleiki á tímabilinu. Þar á meðal var haldið í tvær keppnisferðir, aðra til Rúmeníu og Vestur-Þýskalands en hina til Spánar. Mesta athygli vakti þó sigur á Dönum í Reykjavík vorið 1969.