Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Guðmundur Ingi Guðbrandsson (GuðmG) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Félags- og vinnumarkaðsráðherra Íslands | |||||||
Í embætti 28. nóvember 2021 – 17. október 2024 | |||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson | ||||||
Forveri | Ásmundur Einar Daðason | ||||||
Eftirmaður | Bjarni Benediktsson | ||||||
Samstarfsráðherra Norðurlanda | |||||||
Í embætti 28. nóvember 2021 – 17. október 2024 | |||||||
Forveri | Sigurður Ingi Jóhannsson | ||||||
Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands | |||||||
Í embætti 30. nóvember 2017 – 27. nóvember 2021 | |||||||
Forsætisráðherra | Katrín Jakobsdóttir | ||||||
Forveri | Björt Ólafsdóttir | ||||||
Eftirmaður | Guðlaugur Þór Þórðarson | ||||||
Formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs | |||||||
Í embætti 5. apríl 2024 – 5. október 2024 | |||||||
Forveri | Katrín Jakobsdóttir | ||||||
Eftirmaður | Svandís Svavarsdóttir | ||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 28. mars 1977 Brúarland á Mýrum | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Vinstrihreyfingin – grænt framboð | ||||||
Menntun | Líffræði Umhverfisfræði | ||||||
Háskóli | Háskóli Íslands Yale-háskóli | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Guðmundur Ingi Guðbrandsson (f. 28. mars 1977) er íslenskur stjórnmálamaður og er þingmaður og oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur hefur verið varaformaður Vinstri grænna frá 2019 til 2024 og aftur frá 2024. Guðmundur Ingi gegndi formennsku í VG í hálft ár árið 2024. Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra frá 2017 til 2021 og félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 2021 til 2024. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra var hann utan þings en gaf síðan kost á sér í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Hann var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 til 2017.[1] Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlmaður á Íslandi til þess að vera ráðherra.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Guðmundur Ingi er með BSc-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í umhverfisfræði frá Yale-háskóla. Hann hefur unnið við rannsóknir í vistfræði og umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hjá Landgræðslu ríkisins. Síðan starfaði hann á Veiðimálastofnun á Hólum í Hjartadal. Frá 2006 til 2017 var hann stundakennari við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða. Einnig starfaði hann sem landvörður í Þingvallaþjóðgarði og Vatnajökulsþjóðgarði.[2] Hann var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og var formaður þess frá 2007 til 2010.[2][3]
Guðmundur var sjálfkjörinn í embætti varaformanns Vinstri grænna á flokksþingi þeirra þann 19. október 2019.[4] Stærsta verkefni Guðmundar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var frumvarp um hálendisþjóðgarð en það varð ekki að lögum á kjörtímabilinu.[5] Guðmundur Ingi varð félags- og vinnumarkaðsráðherra í annarri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir alþingiskosningarnar 2021. Þann 5. apríl 2024 eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur varð Guðmundur Ingi, sem að var varaformaður flokksins að formanni Vinstri grænna. Í september 2024 tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir því að verða áfram formaður flokksins og lýsti yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur sem formanni.[6] Guðmundur Ingi var í kjölfarið endurkjörinn varaformaður flokksins.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
- ↑ 2,0 2,1 „Skiptir miklu máli að vera fyrstur“, Morgunblaðið, 30. nóvember 2017.
- ↑ „Guðmundir Ingi Guðbrandsson > Landvernd > Síður“. Sótt 30. nóvember 2017.
- ↑ „Guðmundur Ingi stefnir á framboð til Alþingis“. RÚV. 19. október 2019. Sótt 19. október 2019.
- ↑ Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð Rúv, skoðað 29. jan. 2020.
- ↑ Árnason, Eiður Þór (23. september 2024). „Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi - Vísir“. visir.is. Sótt 23. september 2024.
Fyrirrennari: Björt Ólafsdóttir |
|
Eftirmaður: Guðlaugur Þór Þórðarson |