Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum er varaformaður Sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á Allsherjarþingi þeirra. Í dag er fastafulltrúinn jafnframt sendiherra Íslands gagnvart 16 ríkjum í Karíbahafi, Mið- og Suður-Ameríku, þ.e. Antígva og Barbúda, Bahamaeyjum, Barbados, Belís, Dominíku, Dóminíska lýðveldinu, Grenada, Gvæjana, Haítí, Jamaíku, Kúbu, Sankti Kitts og Nevis, Sankti Lúsíu, Sankti Vinsent og Grenadínum, Súrínam og Trínidad og Tóbagó. Formaður sendinefndarinnar hefur verið undanfarið utanríkisráðherra eða staðgengill utanríkisráðherra.

Fulltrúi Frá Til
Thor Thors 1946 1965
Hannes Kjartansson 1965 1972
Haraldur Kröyer 1972 1973
Ingvi S. Ingvarsson 1973 1977
Tómas Á. Tómasson 1977 1982
Hörður Helgason 1982 1986
Hans G. Andersen 1986 1989
Benedikt Gröndal 1989 1991
Helgi Gíslason 1991 1992
Kornelíus Sigmundsson 1992 1993
Tómas Á. Tómasson 1993 1994
Gunnar Pálsson 1994 1998
Þorsteinn Ingólfsson 1998 2003
Hjálmar W. Hannesson 2003 2008
Gunnar Pálsson 2008 2011
Gréta Gunnarsdóttir 2011 2014
Einar Gunnarsson 2015 2018
Bergdís Ellertsdóttir 2018 2019
Jörundur Valtýsson 2019

Heimild[breyta | breyta frumkóða]