Cardiff

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cardiff.
Cardiff-flói.

Cardiff (velska: Caerdydd) er höfuðborg Wales á Bretlandi. Hún er stærsta borg í Wales og er í Glamorgansýslu. Cardiff var stofnuð árið 1905 og árið 1955 varð hún höfuðborg Wales. Árið 2011 bjuggu 346.090 manns í Cardiff.

Á 19. öld var Cardiff lítill bær. Þá hófst kolanámugröftur og bærinn stækkaði og varð að þeirri borg sem hún er í dag. Í Cardiff er töluverð sjónvarpsþáttagerð, þar eru t.d. Doctor Who og Torchwood teknir upp.

Borgin Newport er 19 km. norðaustur af Cardiff. Á stórborgarsvæði borganna búa 1,1 milljón manns (2011).

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.