Chichester

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Chichester er borg í Vestur-Sussex í Suðaustur-Englandi. Í borginni búa um 24.000 manns og þar er dómkirkja. Borgin var stofnuð á tímum Rómverja og á sér því langa sögu. Hún varð mikilvæg síðar þegar Engilsaxar höfðu stjórn yfir landinu. Dómkirkjan var byggð á 12. öld og í borginni eru nokkrar elstu kirkjur og byggingar í Stóra-Bretlandi.