Aasiaat

Hnit: 68°43′N 52°53′V / 68.717°N 52.883°V / 68.717; -52.883
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

68°43′N 52°53′V / 68.717°N 52.883°V / 68.717; -52.883

Séð úr höfninni í Aasiaat

Aasiaat (eldri stafsetning: Ausiait), á dönsku: Egedesminde er fjórði stærsti bærinn á Grænlandi og hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Aasiaat er á eyju við suðurströnd Diskó-flóa.

Grænlenska nafnið Aasiaat þýðir "Köngulóaborgin". Meðalhiti mældist 2003 -11,8 °C í febrúar og 9,3 °C í júlí.

Aasiaat er annað af tveimur byggðarlögum á Grænlandi sem ekki eru að neinu leyti á meginlandinu. Hitt byggðarlagið er Qeqertarsuaq. Við manntal 2017, voru íbúar 3100. Aasiaat er stundum nefnt Borg hvalanna [1] Geymt 22 mars 2013 í Wayback Machine, enda má oft sjá hvali í kring um eyjarnar.

Sögubrot[breyta | breyta frumkóða]

Fornleifafræðingar álykta að elstu leifar mannlegs lífs á Diskóflóasvæðinu séu frá því um 4000 árum f. Kr. Forfeður núverandi íbúa virðast hafa sest að í Aasiaat og á svæðinu þar í kring á 13. öld. Þetta voru veiðimenn sem ekki höfðu fasta búsetu heldur fluttu allar eigur sínar eftir því hvar best veiði gafst.

Niels Egede, sonur Hans Egede, sem fyrstur hóf trúboð á Grænlandi, lagði grunninn að þorpinu sem nú heitir Aasiaat árið 1759. Danir nefndu það Egedesminde í höfuðið á honum og notuðu aðstöðuna um tíma til að hindra vöruskiptaverslun inuíta við evrópska hvalveiðimenn, sem flestir komu frá Hollandi.

Atvinnulíf[breyta | breyta frumkóða]

Rækju- og krabbaveiði er aðalatvinnugrein í Aasiaat auk skipasmíða og ferðamannamóttöku.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]