Þjóðlegir lýðræðissinnar (Svíþjóð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Nationaldemokraterna (Þjóðlegir lýðræðissinnar, ND) er sænskur stjórnmálaflokkur stofnaður árið 2001 við klofning úr þjóðernissinnaflokknum Sverigedemokraterna. Þótti stofnendum ND gamli flokkurinn vera orðinn alltof frjálslyndur. Núverandi formaður er Marc Abramsson. Þó flokkurinn kalli sig lýðræðissinnaðan er hann andstæður þingræði og vestrænu lýðræðiskerfi. Hugmyndafræði þeirra snýst aðallega um kynþáttaaðskilnað og er aðalbaráttumálið að reka alla innflytjendur úr landi. Flokkurinn er sækir sér mjög fyrirmynd til þýskra þjóðernissinna á fyrri hluta síðustu aldar, meðal annars ganga þeir oft í hópum íklæddir einkennisbúningum. Flokkurinn hefur náið samband við ýmsa aðra flokka þjóðernissinna í Evrópu, t.d. Vlaams Belang í Belgíu, British National Party í Bretlandi og franska Front National. Í kosningunum árið 2006 fékk flokkurinn fulltrúa í tveimur sveitarstjórnum sunnan við höfuðborgina Stokkhólm, tvö sæti í Södertälje og eitt í Nykvarn.

Nokkur helstu efnismál þessa stjórnmálaflokks eru:

  • Ganga úr Evrópusambandinu
  • Bæta sjálfsþurftarvinnu í landinu
  • Stöðva innflutning frá löndum utan Evrópu
  • Leggja hömlur á fjölþjóða- og útlend fyrirtæki.
  • Banna hjónaband samkynhneigðra
  • Styrkja lög um velferð dýra

Tengill[breyta | breyta frumkóða]