Fara í innihald

Þjóðhátíðardagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðhátíðardagur er hátíðisdagur þar sem fagnað er sérstökum áfanga í sögu þjóðar, ríkis eða þjóðarbrots. Þjóðhátíðardagur getur verið haldinn á afmæli sjálfstæðis, stofnun lýðveldis, á messudegi verndardýrlings eða afmæli konungs. Þjóðhátíðardagar eru oftast frídagar.