Fara í innihald

Útstreymiskenning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útstreymiskenning er í heimsmynd ýmissa trúarbragða eða lífsspeki sú hugmynd að allir hlutir streymi frá fullkomnum uppruna og verði smám saman ófullkomnari eftir því sem þeir fjarlægjast hann. Útstreymiskenning er þannig bæði í andstöðu við sköpunarkenningar og efnishyggju. Oft er hluti af útstreymiskenningunni einhvers konar aðferð til afturhvarfs til upprunans, aukins fullkomleika og samruna við guð.

Útstreymiskenning kemur fyrir í heimspeki og ýmsum trúarbrögðum og er best lýst í verkum upphafsmanns nýplatonismans, Plótínosar.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.