Útlitsfræði
Útlit
Útlitsfræði eða svipfræði er það að meta persónuleika og tilfinningar út frá líkamanum og þá sérstaklega út frá andlitinu. Þannig töldu talsmenn útlitsfræðinnar að hægt væri að „lesa“ persónuleika manna út frá ytra útliti þeirra. Með öðrum orðum lýsti ytra útlitið innri gerð. Nú er hins vegar vitað að sambandið milli ytra útlits annars vegar og persónuleika, langana, hvata o.s.frv. er ekkert. Ekkert er hægt að segja um það hvort ljótur eða fallegur einstaklingur sé góður eða slæmur eða hvort stór maður er betri en lítill. Því er útlitsfræðin dæmigerð hjáfræði eða gervivísindi.