Fara í innihald

Úmbertó 2.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úmbertó 2. árið 1944.

Úmbertó 2. Ítalíukonungur (f. 15. september 190418. mars 1983) var síðasti konungur Ítalíu. Hann var sonur Viktors Emmanúels 3. Ítalíukonungs og konu hans, Elenu drottningar.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]
Úmbertó 2. konungur.

Þann 8. janúar 1930 giftist Úmberto Maríu-José Belgíuprinsessu en hún var dóttir Alberts I Belgíukonungs. Þeim varð fjögurra barna auðið.

  • Maria Pia Elena Elisabetta Margherita Milena Mafalda Ludovica Telca Gennera (f. 1934)
  • Vittorio Emanuele Alberto Carlo Teodoro Umberto Bonifacio Amedeo Damiano Bernardino Gennaro Maria (f. 1937)
  • Maria Gabriella Giuseppa Aldegonda Adelaide Daisy Ludovica Felicita Gennara (f. 1940)
  • Maria Beatrice Elena Margherita Ludovica Caterina Ramona (f. 1943)

Hjónaband Úmbertós og Mariu José var ekki hamingjusamt en hjónaband þeirra var skipulagt af foreldrum beggja. Þau skildu í útlegðinni.

Hann var oft kallaður maíkonungurinn því hann ríkti einungis í rúman mánuð, eða frá 9. maí 1946 til 12. júní sama ár.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.