Næringarefni
Útlit
Næringarefni er hvers kyns efnasamband sem lífvera þarf að nema úr umhverfi sínu sér til vaxtar og viðhalds. Næringarefni geta til dæmis þjónað sem byggingarefni fyrir vefi lífverunnar, sem orkugjafi, sem kóensím, eða tekið á annan hátt þátt í þeim efnahvörfum sem eiga sér stað í frumum líkamans.