Kóreuþinur
Kóreuþinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies koreana E.H.Wilson |
Kóreuþinur (Abies koreana; 구상나무, Gusang namu á kóresku) er þintegund ættuð frá háfjöllum Suður Kóreu, einnig á eyjunni Jeju-do. Hann vex í 1.000 til 1.900 metra hæð yfir sjávarmáli í tempruðum regnskógum með mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum og snjóþungum vetrum.
Þetta er lítið til meðalstórt sígrænt tré, 10 til 18 metra hátt með stofnþvermál að 0,7 m, smærra og stundum runni við trjálínu. Börkurinn er sléttur með kvoðublöðrum og grábrúnn að lit. Barrið er útflatt, nálarlaga, 1 til 2 sm langt og 2 til 2.5mm breitt og 0.5mm þykkt, glansandi dökkgrænt að ofan, og með tvemur breiðum, hvítum loftaugarákum að neðan, og lítið eitt sýldum í endann. Staðsetning barrsins er í spíral á sprotanum, en hvert barr er breytilega undið neðst svo þau liggja að mestu til hvorrar hliðar sprotans eða ofantil, með færri undir. Sprotarnir eru grængráir í fyrstu, og þroskast í bleikgrátt, með gisinni fínni hæringu. Könglarnir eru 4 til 7sm langir og 1.5 til 2sm breiðir, dökkfjólubláir fyrir þroska; stoðblað köngulskeljanna eru löng græn eða gul, og birtast á milli köngulskeljanna í lokuðum könglinum. Vængjuð fræin losna þegar könglarnir sundrast við þroska 5–6 mánuðum eftir frjóvgun.
Kóreuþinur er vinsælt skrauttré í görðum á svölum svæðum, ræktaður vegna barrsins en einnig fyrir mikla framleiðslu af könglum, jafnvel á ungum trjám aðeins 1 til 2 metra háum.
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Abies koreana
-
Abies koreana
-
barr Abies koreana
-
Abies koreana. Karlkyns könglar
-
Abies koreana - Muséum de Toulouse
-
Abies koreana í ræktun
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Chang, C.-S.; Gardner, M.; Kim, C.-S.; Kim, Y.-S. (2011). „Abies koreana“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011. Sótt 21. september 2012.
- Liu, T. S. (1971). A Monograph of the genus Abies. National Taiwan University.