Fara í innihald

Móðurborð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
AT móðurborð fyrir Intel 386 örgjörva.
ATX móðurborð fyrir AMD K-7 örgjörva.

Móðurborð er margbrotinn tölvuíhlutur sem hýsir a.m.k. einn örgjörva, tengir saman aðra tölvuíhluti og stýrir þeim. Móðurborð er oftast stök prentplata sem er fest ýmist í botn eða í hliðina á tölvukössum og er því oftast stærsti íhluturinn. Á móðurborðinu eru ýmsar brautir sem gögn, vistföng, stýrimerki og fleira fer um, og notast þær við mismunandi tækni.

Tegundir móðurborða

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundir móðurborða eru fjölmargar, enda margir framleiðendur, margar gerðir örgjörva, og mjög mismunandi tækni að baki hverri hönnun. Oftast eru þó móðurborð flokkuð saman eftir stærð. Móðurborðin eru hönnuð með tilliti til stærðar tölvukassans sem á að hýsa hann. Hér er samantekt á helstu stærðarflokkum:

  • PC/XT - upprunalegi opni staðallinn frá IBM fyrir fyrstu heimilistölvuna, IBM-PC. Hönnunin var klónuð ótal sinnum sökum opna staðalsins, og varð þetta því að de facto staðlinum fyrir móðurborð.
  • AT form factor (Advanced Technology) - fyrsti stærðarflokkurinn eftir PC/XT sem náði vinsældum. Einnig kallað fullt AT. Úreldað af ATX.
  • Baby AT - arftaki AT móðurborða sem IBM hannaði. Hafði sömu virkni og AT, en náði vinsældum sökum smæðar sinnar. Hefur almennt ekki AGP stuðning.
  • ATX - þróaðist út frá Baby AT, og er vinsælasta stærðargerðin í dag.

Helstu brautir

[breyta | breyta frumkóða]
  • ISA - Industry Standard Architecture. Úreld fjölnota braut.
  • AGP - Accelerated Graphics Port. Hraðvirk braut fyrir skjákort.
  • PCI - Peripheral Component Interchange. Stöðluð fjölnota braut.
  • PCI-X - Hröðuð PCI braut. Aðallega notuð af Apple.
  • PCI-Express - Hröðuð PCI braut byggð í kringum nýja tækni.
  • USB - Universal Serial Bus. Stöðluð fjölnota braut fyrir jaðartæki.
  • VESA local bus - Úreld braut fyrir skjákort. Sjá einnig VESA.