Félagsskordýr
Útlit
Félagsskordýr eru skordýr sem mynda samfélög (bú) þar sem ríkir mikil sérhæfing milli einstaklinga. Í slíkum samfélögum er stærstur hluti einstaklinga ófrjór og hefur það hlutverk að hugsa um þá einstaklinga sem sjá um æxlunina með því að safna mat eða verja búið.
Þekktustu dæmin um félagsskordýr eru býflugur, geitungar, maurar og termítar.