Hjálenda
Útlit
(Endurbeint frá Yfirráðasvæði (land))
Hjálenda er svæði sem ekki er sjálfstætt ríki og er venjulega aðgreind frá móðurlandinu, eða því ríki sem ræður yfir henni. Svæði sem talað er um sem ósjálfstæðar hjálendur eru gjarnan umdeild, hersetin, með útlagastjórn eða svæði þar sem er umtalsvert fylgi íbúa við fullt sjálfstæði.