Fara í innihald

Yfirbreiðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yfirbreiðsla úr plastefni (polytarp) notuð sem tjald.
yfirbreiðslur notaðar til að hylja jarðveg í fornleifauppgrefri í Japan.

Yfirbreiðsla er stór efnisstrangi eða dúkur úr sterku, sveigjanlegu og vatnsþéttu efni, oft úr striga eða pólýester sem húðað er með pólýúretan eða gert úr plastefnum eins og fjöletýlen (einnig kallað pólýetýlen eða PE) . Oft eru í hornum göt styrkt með málmi til að hægt sé að þræða þar í gegn reipi til að binda niður yfirbreiðslu. Yfirbreiðsla er notuð til að skýla stórum hlutum fyrir veðri og vindi, sól eða öldugangi og er meðal annars notuð yfir báta, kerrur, vörubílspalla, sandkassa, sundlaugar, tjaldvagna. Yfirbreiðslur eru einnig notaðar til að skýla hlutum og fólki í náttúruhamförum og neyðartilvikum og til að skýla hlutum á byggingarstað eða vinnustað.

Reynt hefur verið að koma upp litakóða fyrir hve þéttofin og þykk yfirbreiðsla er en því er ekki fylgt af öllum framleiðendum. Algengir litakóðar eru:

Litur
Blátt létt yfirbreiðsla
Gult eða appelsínugult meðalsterk yfirbreiðsla
Grænt meðalsterk yfirbreiðsla
Silfurlitað sterk yfirbreiðsla
Brúnt mjög sterk og þykk yfirbreiðsla

Á ensku heitir yfirbreiðsla Tarpaulin sem oft er stytt í tarp en það merkir tjargaður segldúkur sem breiddur var yfir varning á þilfari skipa. Núna er algengt að yfirbreiðslur séu úr pólýetýlen og eru slíkar yfirbreiðslur kallaðar á ensku polytarp.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Greinin Tarpaulin á en.wikipedia.org