Fara í innihald

Xiahou Dun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Xiahou Dun

Xiahou Dun (?-220) var herforingi undir Cao Cao, stofnanda Wei, á tímabili Austur-Hankeisaradæmisins og hinna þriggja konungsríkja í Kína til forna. Upprunalega ættarnafn Cao Caos var Xiahou, en faðir hans, Song, var ættleiddur af Cao-fjölskyldunni, þannig að Dun og Cao voru skyldir. Sem einn af traustustu herforingjum Cao Caos, aðstoðaði Xiahou Dun smákónginum í herferðum hans gegn Lu Bu, Liu Bei og Sun Quan.

Xiahou Dun missti vinstra augað í bardaga árið 198 og varð lítt þekktur sem „Xiahou blindi“ í skýrslum og hersveitum, sem ergdi hann mikið. Ímynd hans sem eineygður stríðsmaður varð seinna vinsælt í skáldsögunni Þríríkjasögu, þar sem sagt var að hann hafi kippt örinni, sem hitti hann í augað, út og síðan hafi hann étið augað.

Frásagnir frá ríkjunum þremur lýsir Xiahou Dun sem hæverskum og örlátum manni. Hann kom með kennarann sinn persónulega í búðirnar svo að hann gæti haldið áfram að læra á vígvellinum. Hann dreifði einnig öllum auði sem hann átti, tók bara úr fjárhirslunni í neyð og átti ekkert. Eftir dauða hans var honum gefinn titillinn Zhong markgreifi, sem þýðir „Dyggi markgreifinn“.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Xiahou Dun var fæddur í Qiao-sýslu. Þegar hann var 14 ára drap hann mann sem móðgaði kennarann hans. Skapbráður persónuleiki hans var vel þekktur eftir það. Árið 190 gekk Xiahou Dun í lið Cao Caos þar sem sá síðarnefndi var að safna saman her til að hjálpa í bandalaginu gegn Dong Zhuo, harðstjórnandi smákóngurinn sem hélt keisaranum í gíslingu.

Xiahou Dun hafði gefið nálæga aðstoð til Cao Caos í fyrstu bardögunum gegn Dong Zhuo sem og í bardaganum við Yanzhou, og var gerður að fulltrúa herforingi. Hins vegar þjáðist hann af mikilli niðurlægingu árið 194 þegar honum var haldið í gíslingu í hans eigin búðum. Þegar það gerðist var Cao Cao að leiða herferð gegn Tao Qian, landstjóra Xuzhou sem Cao Cao ásakaði um að hafa drepið föður sinn, þar sem hann lét Xiahou Dun um að vernda borgina Puyang.

Hins vegar, Zhang Miao og Chen Gong, ásamt nokkrum öðrum þegnum Cao Caos, gerðu uppreisn. Þeir löggðu á ráðin með Lu Bu, miklum stríðsmanni leiðandi flakkandi her, og hertóku fljótlega mestan hluta Yanzhou. Xiahou Dun safnaði strax saman léttu riddaraliði og hélt til Juancheng, þar sem fjölskylda Cao Caos átti heima.

Á leiðinni mætti Xiahou Dun her Lu Bus. Lu Bu forðaðist áreksturinn og hélt til Puyang. Þar sem herforinginn var í burtu var Puyang fljót að falla. Lu Bu sendi sendifulltrúa til Xiahou Dun og þóttist gefast upp. Maður Lu Bus tók síðan Xiahou Dun í gíslingu innan í hans eigin tjaldi og krafðist þess að fá hátt lausnargjald.

Heppilega, var undiroki Xiahou Duns, Han Hao, rólegur og kom skipulagi á ringulreiðina. Hann tók fljótlega stjórn yfir hermönnunum og neitaði að semja við fangarana. Svo skipaði hann mönnunum að ráðast inn í tjald Xiahou Duns. Óviðbúnir svona hörðu svari, gáfust svikararnir upp og voru teknir af lífi.

Þegar Cao Cao frétti af uppreisninni, sneri hann strax til baka og sat um Lu Bu í Puyang. Eftir rúmlega 100 daga „pattstöðu“, neyddi hungursneyð Lu Bu til að gefa eftir staðsetningu sína og leita skjóls undir Liu Bei í Xiapi. Hins vegar snerist Lu Bu fljótlega gegn gestgjafa sínum og tók yfir Xiapi og rak Liu Bei til nærlyggjandi bæjarins Xiaopei. Árið 198 sendi Lu Bu aðstoðarmann sinn Gao Shun til að gera árás á Xiaopei. Vegna bónar frá Liu Bei, Cao Cao sendi Xiahou Dun til að ráðast á Gao Shun, En Xiahou Dun tapaði orrustunni , en á meðan hún stóð var hann hittur af ör, sem Cao Xing skaut, í vinstra augað. Eftir að Cao Cao hafði leitt her sinn persónulega til að ganga frá Lu Bu, umbunaði hann Xiahou Dun með því að hækka hann í tign upp í „Jianwu herforingja“.

Xiahou Dun leiddi síðan landbúnaðaráætlun í nálægð við Chenliu. Hann sagði verkamönnunum að byggja stíflu uppmeð Taishou ánni til að gera stóra tjörn. Hann hvatti síðan fólkið til að rækta hrísgrjón í yfirflæddu landinu. Áætlunin hjálpaði fólkuni mikið á árum mikilla hungursneyða.

Eftir dauða Cao Caos árið 220, neyddi afkomandi hans, Cao Pi, síðasta keisara Han veldisins til að segja af sér og hrifsaði síðan krúnuna sem fyrsti keisari konungsríkisins Wei. Cao Pi gerði Xiahou Dun þá að yfirhershöfðingja. En Xiahou Dun dó úr veikindum nokkrum mánuðum seinna, eins og hann væri að fylga Cao Cao inní framhaldslífið.