Fara í innihald

Wimbledon-mótið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wimbledon mótið í tennis)
18. völlur á Wimbledon-mótinu 2004.

Wimbledon-mótið er elsta og virtasta tennismót heims. Það hefur verið haldið á tennisvelli All England Club í Wimbledon í London frá árinu 1877. Mótið fer fram á grasvöllum utandyra en frá 2009 hefur miðvöllurinn verið búinn útdraganlegu þaki.

Mótið er eitt af fjórum í heimsmótaröðinni (Grand Slam) ásamt Opna ástralska tennismótinu, Opna franska tennismótinu og Opna bandaríska tennismótinu. Frá 1988 er Wimbledon-mótið það eina af þessum mótum sem leikið er á grasvöllum.

Mótið fer fram í byrjun júlí og tekur tvær vikur.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.