Wikipediaspjall:Samþykktar tillögur að úrvalsgreinum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ein pæling. Væri ekki rétt að tillögurnar um að breyta úrvalsgreinum í gæðagreinar séu líka hjá afgreiddu gæðagreinatillögunum? Það er svosem ekki mikill tilgangur með því að geyma afgreiddar tillögur annar en bara að... eiga þær til, en ef maður væri að leita að því hvernig greinin varð gæðagrein eða eitthvað svoleiðis, fer maður væntanlega þangað. Og já, ég er að gera (lítinn) úlfalda úr mýflugu eins og vanalega. --Sterio 11:26, 20 ágúst 2006 (UTC)

Kannski. Reyndar datt mér í hug um daginn að kannski væri bara sniðugast að geyma allar þessar gömlu umræður og atkvæðagreiðslur á spjallsíðum viðkomandi greina í staðinn fyrir að safna þessu á eina síðu. --Bjarki 11:46, 20 ágúst 2006 (UTC)
Svo datt mér í hug að hafa tillögur að úrvals- og gæðagreinum á sömu síðunni, svo hægt væri að kjósa um leið hvort greinar ættu að vera úrvals eða gæðagreinar, eða alls ekki. --Jóna Þórunn 11:50, 20 ágúst 2006 (UTC)