Wikipediaspjall:Sýnigrein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Einhverjar betri þýðingar en „Ytri tenglar“? Persónulega finnst mér hún fáránleg og fleiri hafa nefnt það líka. - Svavar L 18:18, 13. ágú 2004 (UTC)

Málið er ekki bara snúsnístandi um þessa fyrisögn, okkur vantar nefnilega svoldið fyrirsagnastaðla sem eru skrifaðir í grjótið ef svo má að ensku komast.
Það sem hefur verið aðal rassverkurinn hingað til er að fólk er að nota mismunandi þýðingar á See also og External link(s), sjálfur hef ég verið að nota Tengd efni og Ytri tenglar, þá með það fyrra sem þýðingu á Related topics sem margir nota á enskunni, auk þess sem mér finnst Sjá einnig bara alls ekki passa fyrir hvorttveggja.
Hvað sem notað verður fyrir það fyrra þá vil ég fyrir mínar sakir hafa Ytri þarna einhverstaðar í því seinna þar sem það á að hvetja til þess að fólk sé ekki að tengja út fyrir síðuna (þar sem við ætlum að skrifa um þá frekar) og þar sem það er æskilegt/þarf að hafa tengla út af wikipedia sé það undir sér fyrirsögn þar sem fólki sé gerð full grein fyrir því að það er að fara út fyrir núverandi vefsíðu. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:28, 13. ágú 2004 (UTC)
Ég bætti hérna fyrir neðan möguleikum á nöfnum fyrir þessar fyrirsagnir endilega bætið við. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:23, 13. ágú 2004 (UTC)
Er einhver áhugi á því að ákveða þetta yfirleitt? -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:15, 25 ágú 2004 (UTC)

Mögulegar þýðingar á fyrirsögnum[breyta frumkóða]

See also | Related topics[breyta frumkóða]

 • Sjá einnig
 • Tengd efni
  • 'Nei, tengt efni skal það vera. Efni er aðeins til í eintölu og er þess vegna tengt, ekki tengd!' -212.113.164.97
  • "Ýtarefni" --Smári McCarthy 18:39, 30 ágú 2004 (UTC)

External link(s)[breyta frumkóða]

 • Ytri tenglar
  • Í sambandi við 'ytri tengla': Hvað með að nefna þetta: 'tenglar', 'hliðsjónarefni', 'tengt efni' eða 'aðrar vefsíður', 'aðrar vefsíður um efnið', 'tengdar vefsíður'. -212.113.164.97
 • Tenglar
 • "Útværir hlekkir" --Smári McCarthy 18:39, 30 ágú 2004 (UTC)

Athugasemdir eftir 212.113.164.97 ótengdar þessari umræðu voru færðar í pottinn.

eg er fyrir "tengdar vefsíður" thví sú túlkun er sú eina sem útskyrir um hvad málid snyst. linda

Sú þýðing er reyndar að mínu mati ekki alveg það góð, þar sem t.d. gæti verið grein sem fjallar um skelina bash og einhverstaðar í ==tengdar vefsíður== yrði svo tengt á FTP svæði gnu.org, sem einmitt er ekki vefsíða - þannig að þýðingin á ekki jafn vel við í öllum tilvikum og external links á ensku. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 18:01, 15 sep 2004 (UTC)
So? Tengdar vefsíður er alveg ágætt að mínu mati. Styð þá tillögu. --Moi 00:24, 16 sep 2004 (UTC)
Munurinn er sá að "Tengdar vefsíður" segir til um hvað er á hinum endanum, og hægt er að tengja í margt meira en bara vefsíður, t.d. FTP svæði, NEWS: o.s.f. og þar með verður sú fyrirsögn villandi. -- Ævar Arnfjörð Bjarmason 12:09, 16 sep 2004 (UTC)
Útvær tengill hljómar vel, útvær er mjög góð þýðing á external, svo það heldur alveg merkingu, eða s.s. tengill sem ekki vísar á efni á wikipedia vefnum, heldur annarsstaðar. Ég held að tengill sé betra en hlekkur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18:10, 16 sep 2004 (UTC)