Wikipediaspjall:Kosningaréttur

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Breytingartillaga[breyta frumkóða]

Ég legg til breytingu á orðalagi greinarinnar þannig að í stað þess að skilgreina kosningaréttinn sem

„réttindi sem gera einstaklingum kleift að taka þátt í kosningum um stærri mál, svo sem þegar kosið er um hvort gera eigi grein að úrvalsgrein eða hvort gera eigi notanda að möppudýri“ [núverandi orðalag]

kæmi skilgreiningin:

„réttindi sem gera einstaklingum kleift að taka þátt í kosningum, þar á meðal um stærri mál, svo sem þegar kosið er um hvort gera eigi grein að úrvalsgrein eða hvort gera eigi notanda að möppudýri.“ [orðalag sem lagt er til]

Ástæðan er sú að ég tel að kosningarétturinn eigi að vera eins skilgreindur fyrir allar mögulegar kosningar og að dæmin sem eru gefin séu einungis dæmi og því megi það vera skýrara. Ég legg tillöguna fram einmitt vegna þess að einhverjum hefur fundist mögulegt að skilja málsgreinina á ólíka vegu, sbr. þetta. --Cessator 8. apríl 2011 kl. 15:15 (UTC)[svara]

Ég styð þessa breytingatillögu. Thvj 8. apríl 2011 kl. 19:35 (UTC)[svara]
Tvímælalaust til batnaðar. --Jabbi 10. apríl 2011 kl. 23:52 (UTC)[svara]