Wikipediaspjall:Eyddar síður

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Af hverju „ætti“ þessi síða, spjall um hlutleysisregluna, ekki að vera til? Það sem alltaf er verið að skrifa á hana er auðvitað bara della, þ.e. hingað til, en ég sé ekki að það sé eitthvað við þessa síðu sem gerir að verkum að hún bara eigi ekki að vera til. Það er alveg mögulegt að einhver tjái sig einhvern tímann á henni um innihald síðunnar sem hún fylgir, t.d. um orðalag eða framsetningu á hlutleysisreglunni. Hvers konar vernd er annars djúpvernd? --Cessator 13:37, 16 febrúar 2007 (UTC)

Djúpverndur verndar allar þær síður og snið sem er tengt í eða notuð/notaðar á tiltekinni síðu. Varðandi Hlutleysisregluspjallið þá geta þeir, sem hugsanlega vilja spjalla um þá síðu, tekið upp þráðinn í Pottinum. Þetta er til að varna rusli. --Jóna Þórunn 13:43, 16 febrúar 2007 (UTC)
Væri ekki sniðugara að vernda síðuna fyrir framlögum frá óinnskráðum notendum? Þá væri a.m.k. enn hægt að tjá sig á henni, eins og ætti að vera hægt á öllum spjallsíðum. Það sem ég á við er að þetta er kannsi svolítið „overkill“, þegar minni vernd myndi duga. --Cessator 13:57, 16 febrúar 2007 (UTC)
Það er tilgangur með rauðum tenglum, og í þessu tilviki á það við. Ef það væri verið að skemma síðu sem hefði innihald þá væri eðlilegt að vernda hana sér en þar sem ekkert innihald er á síðunni þá er þessi aðferð klárlega betri. --Jóna Þórunn 14:44, 16 febrúar 2007 (UTC)
Hvernig djúpverndar maður síður? Þessa þarf að vernda ARTY --Steinninn 02:32, 5 júlí 2007 (UTC)