Fara í innihald

Wikipediaspjall:Úrvalsgrein

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Það vantaði víst grein um úrvalsgreinar. Þessi er þýdd og staðfærð af ensku Wikipediu. Í fljótu bragði virðast skilyrðin vera meira og minna skynsamleg og eðlileg. Ég vek athygli á því sem er sagt um heimildanotkun (sbr. umræðuna um heimildanotkun í pottinum); það er ekki víst að allar þær greinar sem eru núna úrvalsgreinar uppfylli þetta skilyrði (mig grunar að svo sé ekki) og kannski erum við ekki alveg tilbúin fyrir sömu kröfur um heimildir og enska wikipedian, en það er sjálfsagt leggja okkur meira fram um heimildanotkun, a.m.k. í úrvalsgreinum, ekki satt? --Cessator 14. apríl 2006 kl. 04:03 (UTC)[svara]

Jú, ég er sammála því að við þurfum bæta okkur í heimildaskráningunni. En maður veit svo sem ekkert fyrirfram hvað verður úrvalsgrein og hvað ekki. Þess vegna þarf náttúrulega að skrá heimildir á sem mest. --Jóna Þórunn 14. apríl 2006 kl. 15:00 (UTC)[svara]
Jæja, við erum í reynd byrjuð að gera auknar kröfur um heimildanotkun í úrvalsgreinum og þá er kannski við hæfi að bæta við klausu um það í lýsinguna á úrvalsgrein svo það sé einhvers konar viðmið að finna hér. Ég legg þá til, eins og aðrir hafa gert áður, að við komum okkur saman um að gera þá kröfu til úrvalsgreina að í þeim sé vísað í heimildir í meginmálinu. Kannski væri þá í leiðinni hægt að gera þá kröfu til gæðagreina að þar séu heimildir í það allra minnsta taldar upp í heimildaskrá. Þannig yrði heimildalaus grein hvorki gæða- né úrvalsgrein; til gæðagreina væri gerð sú lágmarkskrafa að heimilda sé getið, en í úrvalsgreinum gerð sú krafa að í meginmálinu sé aukinheldur vísað til heimildanna sem eru í heimildaskránni eftir því sem á við; m.ö.o. að heimildir séu nýttar til að styðja fullyrðingar meginmálsins fremur en að þeirra sé einungis getið. Hvað segir fólk um þetta? --Cessator 03:23, 9 desember 2006 (UTC)
Þá þarf að fara að kemba þær þýddu úrvalsgreinar sem við höfum. Hugsanlega hafa þær greinar sem við höfum þýtt upp úr ekki fullkomna heimildaskráningu og það getur orðið dálítið erfitt - en verðugt verkefni þó. Mér lýst vel á þetta. --Jóna Þórunn 12:42, 9 desember 2006 (UTC)
Já, þetta eru auðvitað ekki allra bestu vinnubrögðin en væntanlega eina leiðin. Auðvitað hefði átt að geta allra heimildanna sem voru raunverulega notaðar þegar greinin var samin en ekki einhverra annarra heimilda sem styðja vonandi það sem stendur. En þegar upphaflegu heimildanna er ekki getið, þá er ekkert annað að gera. Sbr. heimildir sem lesendum er nú bent á í greininni um heimspeki; sú grein var að mestu leyti þýdd en heimildanna ekki alltaf getið í frumtextanum, svo ég stráði bara heimildum yfir textann eins og sykri yfir pönnuköku í von um að dekka sem mest. --Cessator 19:07, 9 desember 2006 (UTC)