Wikipedia:Gæðagreinar/Sálfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Milgramtilraunirnar tilheyra einni þekktustu rannsókn í sálfræði fyrr og síðar.
Milgramtilraunirnar tilheyra einni þekktustu rannsókn í sálfræði fyrr og síðar.

Sálfræði er gjarnan skilgreind sem vísindagrein um hugarstarf og hegðun. Þeir sem leggja stund á sálfræði eru líka í auknum mæli farnir að kanna heilastarf. Sálin (sem óefnislegt fyrirbæri aðskilið líkamanum) er ekki viðfangsefni greinarinnar og því er nafn hennar ef til vill villandi.

Segja má að sálfræði sé yfirgrein margra undirgreina sem rannsaka mannlega hegðun og hugsun, en það sem sameini þessar greinar er aðferðafræði, krafa um vísindalega nálgun, en jafnframt er oft hægt að samnýta þekkingu úr öllum greinunum samtímis.

Sálfræði er fyrst og síðast fræðigrein sem fjallar um þá hluta mannsins sem snúa að hegðun, hugsun og heila hans. Margar spurningar sem fengist er við í sálfræði eru æði heimspekilegar en sálfræðin á sér rætur einmitt í heimspeki þó svo að rætur hennar nái einnig til líffræði. Spurningarnar sem fengist er við eru spurningar eins og „Hvað er hugsun?“ og „Af hverju hegðar fólk sér eins og það gerir?“. Ólíkt heimspeki notar sálfræði vísindalega aðferð til að leita svara við þeim.

Lesa áfram um sálfræði...