Fara í innihald

Wikipedia:Gæðagreinar/Massi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tölvugerð mynd af frummynd eins kílógramms.
Tölvugerð mynd af frummynd eins kílógramms.

Massi er eitt af grunnhugtökum eðlisfræðinnar og gefur til kynna hve mikið efnismagn tiltekið fyrirbæri hefur að geyma. Í sígildri eðlisfræði er massi efniseginleiki óháður tregðukerfum (ólíkt þyngd) og byggist massahugtakið aðallega á verkum Isaac Newtons. Í nútímaeðlisfræði veitir afstæðiskenningin aðra sýn á massa og er mikilvæg viðbót við lögmál Newtons. SI-grunnmælieining massa er kílógramm.

Samkvæmt sígildri eðlisfræði Newtons er almennt greint á milli tveggja tegunda massa, en þá má svo greina í undirflokka:

  1. Tregðumassi fyrirbæris segir til um mótstöðu þess gegn því að breyta þeim hraða sem fyrirbærið er á. Eftir því sem tregðumassi er meiri, því meiri kraft þarf til að breyta hraða fyrirbærisins.
  2. Þyngdarmassi fyrirbæris segir til um hve mikið það togar í aðra hluti sem einnig hafa massa. Þyngdarmassi fyrirbæris hefur áhrif á hreyfingu allra annarra fyrirbæra sem nálægt því koma. Þá segjum við að seinni fyrirbærið sé innan þyngdarsviðs hins fyrrnefnda.

Lesa áfram um massa...