Wikipedia:Fréttatilkynning 1 milljón greina
ATHUGIÐ: Öll framlög á síðu þessa eru álitin vera í almannaeign. Þetta er nauðsynlegt svo að fréttamiðlar geti afritað fréttatilkynningu þessa og jafnvel búið til greinar úr henni án þess að þurfa að spá í GNU FDL.
Wikipedia telur eina milljón greina
20. september, 2004.
Wikimedia stofnunin tilkynnti í dag um ritun milljónustu greinarinnar í Wikipedia (is.wikipedia.org). Verkefni stofnunarinnar er að búa til frjálsa alfræðiorðabók á vefnum. Wikipedia er margtyngd, fjölþjóðleg alfræðiorðabók, sem byrjað var á í janúar 2001, og hefur hún frá upphafi verið skrifuð af sjálfboðaliðum víðsvegar að úr heiminum. Nú er hún til á yfir eitt hundrað tungumálum, sem gerir hana að heimsins stærstu alfræðiorðabók, jafnframt því að vera sú, sem er í örustum vexti. Á þriðja þúsund greina eru skrifaðar á hana daglega, og um tíu sinnum fleiri lagfæringar og viðbætur eru gerðar á eldri greinum.
Síðastliðið ár hefur Wikipedia stækkað mest á öðrum tungumálum en ensku, sem sýnir fram á fjölþjóðleika hennar. Wikipedia er gefin út á meira en 100 mismunandi tungumálum og af þeim hafa 14 tungumál nú yfir 10.000 greinar. Þau eru: enska með: 343.000 greinar, þýska: 137,000, japanska: 70,000, franska: 51,000, sænska: 39,000, pólska: 37,000, hollenska: 35,000, spænska: 29,000, ítalska: 23,000, danska: 20,000, portúgalska: 15,000, esperanto: 14,000, kínverska: 13,000 og hebreska: 10,000).
Stofnandi Wikipedia verkefnisins, Jimmy Wales, hafði þetta um velgengni þess að segja: „Wikipedia á velgengni sína að þakka sterkum kjarnahópi hámenntaðra og orðfimra einstaklinga frá öllum heimshornum, sem sameiginlega viðhalda samfélagslegum stöðlum um kurteisi, gæði og hlutleysi.“ Þegar hann var beðinn um að útskýra það, sem fyrst og fremst tryggir gæði greina, svaraði hann: „Þátttakendur verkefnisins fylgjast mjög grannt með 'Nýlegum breytingum' á þar til gerðri síðu og lagfæra stöðugt verk hver annars.“ Jafnvel greinar, sem fjalla um umdeild málefni, eru ritaðar með þessari aðferð. Það, sem gerir okkur fyrst og fremst kleift að gera þetta, er afstaða okkar til hlutleysissjónarmiðs á innihaldi greina, sem alfræðiorðabókin byggir á í hvívetna.
Wikipedia er nú samkvæmt Alexa.com meðal tíu vinsælustu uppflettisíðna á vefnum. Vinsældir hennar hafa verið viðurkenndar á þessu ári bæði með Prix Ars Electronica verðlaununum fyrir stafræn samfélög og með Webby verðlaunum fyrir vefsamfélag.
Þar að auki er er Wikipedia í auknum mæli að nýtast sem heimild fyrir nemendur, blaðamenn, og alla sem þurfa upphafspunkt fyrir upplýsingaöflun á vefnum. Auk þess að ná yfir dæmigerð umræðuefni alfræðiorðabóka er hún uppfærð ört í takt við líðandi stund og fjallar um atburði nánast um leið og þeir gerast. Wikipedia hefur það markmið að fjalla á hlutlausan hátt um jafnvel viðkvæmustu málefni líkt og aðrir fjölmiðlar. Þetta atriði er ómetanlegt til nota í menntun, þar sem kennarar og nemendur þurfa að vera með á nótunum og upplýstir um gang mála í samfélaginu. Pláss er ekki vandamál fyrir Wikipedia og því er ekkert því til fyrirstöðu að stefna að sama ítarleika og sérhæfðari fræðibækur ná. Ólíkt alfræðiorðabók á pappírsformi getur Wikipedia haft greinar fyrir bæði einfaldað og ítarlegt form sama umræðuefnis, en allar prentaðar alfræðiorðabækur þurfa að skapa nýtt pláss fyrir greinar með því að losa sig við þær eldri. Á þetta sérstaklega við um vísindaleg og tæknileg umræðuefni. Wikipedia gefur færi á mun jafnari geymslu slíks efnis og varðveitir þar með verðmætar sögulegar og menningarlegar heimildir.
Wikipedia inniheldur umræðuefni sem eru ekki finnanleg í jafn miklum mæli annars staðar á Internetinu, og gefur sérhæfðum fræðimönnum tækifæri á að deila þekkingu sinni með lítilli fyrirhöfn. Wikipedia veitir sérhæfðum greinum mun meira frelsi til stækkunar heldur en nokkurt prentað form getur náð, og nær til mun stærri lesandahóps.
Wikipedia hefur sérstaklega mikið af greinum í tengslum við upplýsinga– og tölvunarfræði, tölvur og internetið. Það hefur jafnframt mjög víðfemt greinasafn um fjölmiðla sem og kvikmyndir, sjónvarp og tónlist. Þó svo að efni Wikipedia segi töluvert um þá einstaklinga sem skrifa greinarnar, þá hafa nýleg verkefni miðað að því að laða að ritstjóra ýmiss efnis, og með áframhaldandi internetvæðingu um allan heim er umfang Wikipedia sístækkandi.
Wikipedia keyrir á gerð Wiki-hugbúnaðar sem heitir MediaWiki, sem leyfir hverjum sem er að breyta síðum hvenær sem er. Breytingarnar verða samstundis sýnilegar (wiki þýðir „hratt“ á hawaiisku). Notendur byggja á fyrri breytingum, vinna saman, jafnvel að viðkvæmum umræðuefnum og stefna að hlutlausu sjónarmiði. Rangar breytingar á síðum, skemmdarverk, staðreyndavillur og lélegt málfar er yfirleitt leiðrétt fljótlega af öðrum notendum.
Allt efni Wikipedia er gefið út undir skilmálum Frjálsa GNU handbókarleyfisins (GFDL), sem leyfir sjálfboðaliðum að betrumbæta og uppfæra vinnu hver annars. Þetta er byggt á hugmyndafræði þekkt sem 'copyleft'. Leyfið gefur þriðja aðila jafnframt rétt á því að endurnýta efni Wikimedia, svo framarlega sem að þeir veita öðrum sama rétt. MediaWiki hugbúnaðurinn er frjáls, og aðgengilegur undir svipuðum skilmálum er eiga við hugbúnað.
Auk Wikipedia rekur Wikimedia stofnunin (wikimediafoundation.org) einnig nokkur fjöltyngd systurverkefni, m.a. Wiktionary (orðabók og samheitaorðabók á wiktionary.org), Wikiquote (samansafn tilvitnanna á wikiquote.org), Wikibooks (safn rafrænna kennslubóka á wikibooks.org), og Wikisource (samansafn frægra bókmenntaverka í almenningseign á wikisource.org). Frá því að Wikimedia stofnunin var stofnuð hefur hún fengið til sín um 4.4 milljónir króna til stuðnings verkefnunum. Vinsamlegast skoðið wikimediafoundation.org/fundraising til að afla nánari upplýsinga.
Ótal breytingar eru gerðar á Wikipedia á hverri mínútu sólarhringsins og því er ómögulegt að áætla hvar Wikipedia og systurverkefni þess verða stödd eftir eitt ár. Á hinn bóginn er eitt alveg öruggt: Gögnin og hugbúnaðurinn sem knýr þau áfram verða áfram frjáls, þökk sé GNU leyfinu.
Íslenski hluti Wikipedia
Á íslenska hluta Wikipedia, sem byrjað var að skrifa 23. desember 2003 eru nú um 59.108 greinar um fjölmörg efni og fer hratt fjölgandi. Sumar þeirra t.d. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands eru ein besta heimild sem fæst um umfjöllunarefni sitt. Þrátt fyrir að höfundar íslensku Wikipedia hafi verið fáir hingað til, eru þeir stórhuga, enda hefur verkefni á borð við þetta gríðarlega möguleika í jafn netvæddu samfélagi og Ísland er. Íslenska útgáfan er nú með næsthæsta hlutfall notenda miðað við fjölda mælenda tungumáls (á eftir naruan með 7000 mælendur). Að sjálfsögðu eru nýir höfundar einnig boðnir innilega velkomnir. Með Wikipedia hafa Íslendingar verðmætt tækifæri til þess að skapa sjálfir víðtæka alfræðiorðabók á eigin tungu, mikilvægi þessa fyrir tungumálið og þjóðarsálina verður seint ofmetið.
Ýtarefni
Fyrir frekari spurningar eða viðtöl, vinsamlegast hafið samband við:
- Svavar Lúthersson, samskiptafulltrúi íslenska Wikipedia.
- Sími: 863 9900
- Tölvupóstfang: svavar@stuff.is
- Jimmy Wales, stjórnarformaður Wikimedia stofnunarinnar (eingöngu enska)
- Sími (+1)-727-644-3565
- Tölvupóstfang: jwales@wikimedia.org