Wikipedia:50.000 fyrir 2020/Fréttatilkynning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Eftirfrandi fréttatilkynning verður send á alla helsta íslenska fjölmiðla til að vekja áthygli á þessu átaki.

Texti[breyta frumkóða]

Fréttatilkynning frá kerfisstjórum íslensku Wikipedíu

Í ár stendur íslenska Wikipedía fyrir átaki sem gengur út á að fjölga alfræðiritsgreinum á íslensku. Við höfum sett okkur það markmið að ná 50.000 greinum fyrir árið 2020, þ.e. fyrir miðnætti þann 31. desember 2019. Sem stendur hefur íslenska útgáfa Wikipedíu að geyma rúmlega 46.000 greinar en um það bil tíu nýjar greinar eru stofnaðar á dag.

Ljóst er að við þurfum mikla hjálp þar sem eftir á að stofna yfir 3.600 nýjar greinar til þess að markmiðinu sé náð. Við köllum á skóla, háskóla, mennta- og menningarstofnanir og einstaklinga um allt land til að leggja sitt að mörkum og stofna greinar á íslensku Wikipedíu.

Hver sem er getur skrifað grein á Wikipedíu – það er verkefni sem allir geta tekið þátt í. Ef einungis rúmlega 1% landsmanna myndi stofna grein á Wikipedíu myndum við ná markmiðinu strax.

Það skiptir alla okkur máli að alfræðiritsefni sé til á íslensku á netinu. Íslensk tunga á undir högg að sækja í stafrænum heimi. Rannsókn hefur leitt í ljós að fjöldi Wikipedíugreina er mikilvæg vísbending um heilsu tiltekins tungumáls í stafrænum heimi.

Með því að skrifa á íslensku Wikipedíu getur þú tekið beinan þátt í að styrkja stöðu íslenskrar tungu og efla þann forða þekkingar og upplýsinga sem til er á íslensku.

Fyrirspurnum má beina til Max Naylor, eins kerfisstjóra íslensku Wikipedíu. Nánari upplýsingar um framvindu átaksins má finna á heimasíðu þess.