Wikipedia:Þróunarstyrkur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Síða þessi heldur utan um möguleika á því að sækja um þróunarstyrk til menntamálaráðuneitisins.

Sú hugmynd kom upp að að við myndum nýta okkur þann styrk sem að Menntamálaráðuneytið er að gefa út 6. ágúst næstkomandi vegna verkefnisins Opin.Menning. Þessi styrkur gæti verið þannig:

 1. Borga ferðakostnað 5 duglegustu Wikipedia mannanna á þrjá fundi yfir næstu sex mánuði - einn í Reykjavík, einn í Vestmannaeyjum, og einn á Akureyri. Á þessum fundum myndum við koma okkur saman um stefnu íslenska Wikipedia, ásamt því að halda kynningarfund fyrir borgurum hvers bæjar fyrir sig.
 2. Borga auglýsingakostnað, þar sem að við myndum auglýsa Wikipedia í menntastofnunum og allstaðar þar sem að fræðimenn koma saman. Þetta yrði líklegast í formi A2 stærðar plakata.
 3. Borga einhverjum (líklega einhverjum úr ritstjórnarteyminu) laun í 1-2 mánuði við að vinna bara við Wikipedia.
Ég hef reyndar mínar efasemdir um þriðja atriðið, en þetta er samt opið til umræðu. --Smári McCarthy 18:29, 13 Jul 2004 (UTC)

Hvernig hljómar þetta?


 1. Afhverju að halda einhverja fundi á kostnað menntamálaráðuneitins?
 2. Auglýsingakostnaður er nice já. En reyyndar ekki mikið til að auglýsa í augnablikinu, en flott samt.
 3. jawell, hef ekki alveg skoðun á þessu --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19:59, 13 Jul 2004 (UTC)

 1. Þetta yrði ferðakostnaður til þess að við gætum komið allir saman, rætt málin, tekið ákvarðannir eins og við á, og kynnt verkefnið fyrir öðrum.
 2. Ég get alveg ímyndað mér mjög flotta auglýsingu... og hugmyndin með að auglýsa er ekki að auglýsa "Hér höfum við Alfræðiorðabók", heldur "Hér höfum við vísi að Alfræðiorðabók, en okkur vantar fólk til þess að aðstoða okkur við að gera hana betri."
 3. Mér þykir þetta persónulega slæm hugmynd, en mér fannst rétt að nefna þetta.

--Smári McCarthy 20:07, 13 Jul 2004 (UTC)


 1. Ekki það að ég sé ekki tilbúinn að hitta hin nördin í eigin persónu, það væri eflaust gaman, en ég er ekki viss um að það hafi mikið uppá sig að láta ferja þennan fríða hóp út um allt land á kostnað ríkisins og í nafni wikipedia til þess að við getum talað saman. Einnig efast ég um ágæti þess að velja með þessum hætti fámenna elítu úr wikipedia samfélaginu sem á að hafa meira um það að segja hvernig við ætlum að þróa þetta en aðrir. Hugmyndir þess sem skrifar sína fyrstu grein hér á morgun eru jafngildar hugmyndum okkar sem höfum verið hér um stund. Ég er annars alveg til í að halda fund í rauntíma og það ætti ekki að vera erfitt með milligöngu skyndiboðatóla á borð við MSN og þess háttar.
 2. Lýst alveg þokkalega á þetta.
 3. Æi ég veit það ekki, nei ætli það. --Biekko 21:43, 13 Jul 2004 (UTC)

Sko, málið er að við erum að spurja um styrk frá menntamálaráðuneitinu, þannig að við þurfum að spurja okkur hvað við þurfum nú sem við höfum ekki útaf peningum.

Svarið er: Óskup lítið, það eru nokkrir hlutir sem ég get hugsað mér sem þarf að bæta hér:

 • Númer eitt: Fólk til að skrifa efni hér, það eru einfaldlega ekki nógu margir notendur hér reglulega til að halda í við að skrifa þokkalegar greinar um íslensk málefni hvað þá að halda í við stóru wikipedia verkefnin eins og de,zh og en í greinum um almenn efni eins og sálfræði. Þeir einfaldlega hafa fleiri augu. Auðvitað verður Íslenska aldrei jafn stór og nein af þessum en samt má nú bæta.
  • Þetta fellur undir fleiri notendur finnst mér en það þarf að íslenska viðmótið, bæði dótið á MediaWiki, og dót eins og að CURRENTMONTHNAME skili Janúar en ekki January ( sem ég er að vinna að með Jeronim meðan ég man ).

Það sem mér finnst óskaplega lítill tilgangur í er bón númer eitt, ég meina come on, við vitum allir að þetta yrði engann veginn formlegur fundur meira svona fyllerí í boði ríkisins, auk þess eins og Biekko benti á, hver á að kjósa þessa elítu sem fer útum allt og hittist, meðan fólk er ekki að hittast nú þegar það býr í sama bæ held ég að fjármunir standi ekki í vegi fyrir því.

Þessvegna líst mér best á þessa auglýsingarhugmynd af öllum þeim valkostum sem gefnir voru, ekki þá eitthvað eins og auglýsing fyrir Diet Coke heldur eitthvað meira beint af stúdentum, kennurum og eða háskólanemum. Og ekki eitthvað einnar línu slagorð auk myndar, heldur góð lýsing á af hverju fólk ætti að vilja skrifa eitthvað hérna en ekki á eitthvað annað. Það verður að hugsa þetta út frá því að fólk viti ekkert um þetta, sem flestir Íslendingar gera einmitt.

Fyrir utan auglýsingar eru nokkrir hlutir sem hægt er að gera:

 • Borga einhverjum fyrir þýðingu á hugbúnaðinum
 • Borga einverju fólki fyrir að bæta efni
 • Borga MediaWiki þróunaraðilum fyrir að bæta hugbúnaðinn eða fyrir að hýsa Wikipedia ( þetta mundi vera gott fyrir öll önnur tungumál ).

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 22:47, 13 Jul 2004 (UTC)


Já, ég get verið sammála þessum pælingum alveg. Hugmyndin um auglýsingu fannst mér reyndar persónulega best; okkar eina vöntun er fólk, og fólk er það sem að við fáum með því að auglýsa þetta. En við þurfum þá að passa okkur á því að auglýsingin höfði til hugsanlegra ritara, fyrst og fremst, frekar en lesenda. Lesendur eru nefnilega það síðasta sem við viljum fá hingað inn í miklu mæli á meðan að þetta er jafn stutt á leið komið og raun ber vitni... það gæti fælt fólk frá til langs tíma litið.

En okay, hér er önnur hugmynd, þróunarstyrkjum óviðkomandi: Efnissöfnun. Ég fékk í dag aðgang að fullt af efni um Vestmannaeyjar sem að ég má afrita að hluta eða heild yfir á Wikipedia (frá Vestmannaeyjabæ). Aðrir bæir gætu verið til í svipaða upplýsingagjöf. Þess utan væri alveg vel sniðugt að hafa samband við menntastofnannir (framhaldsskóla, grunnskóla, háskóla) og biðja um að góðar ritgerðir séu sendar til okkar í tölvutæku formi. Það væri einnig hægt að fara fram á þetta í hugsanlegri auglýsingu (sem reyndar þarf ekki að kosta neinn pening; við hjá Loesje erum búin að komast af án peninga í góðan tíma..).

Með þetta að leiðarljósi, þá kem til með að kenna á grunnskólastigi næsta árið, og var að íhuga að biðja nemendur sem skila inn góðum ritgerðum um að láta Wikipedia verkefninu í té afrit af því með leyfi til breytinga... þetta er fljótleg aðferð til þess að afla greina. Auðvitað mun ég biðja aðra kennara um að útvega ritgerðum líka.

Er þetta ekki sane pæling?

--Smári McCarthy 23:58, 13 Jul 2004 (UTC)