Wael Nader al-Halqi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Wael Nader al-Halqi, forsætisráðherra Sýrlands, í ríkisheimsókn Írans (2014)

Wael Nader al-Halqi (arabíska: وائل نادر الحلقي‎, fæddur 1964) var forsætisráðherra Sýrlands frá 2012 til 2016 en var áður heilbrigðisráðherra. Hann er kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir með gráðu frá Háskólanum í Damaskus. Hann var skipaður forsætisráðherra af Bashar al-Assad eftir að fyrirrennari hans, Riyad Farid Hijab, flúði til Jórdaníu og lýsti yfir stuðningi við stjórnarandstöðuna.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.