Vond trú
Útlit
Vond trú er hugtak í lögfræði, sem má rekja allt til Rómarréttar (mala fides). Það merkir, að maður viti um atvik, sem útiloka hann frá að öðlast eða halda tilteknum réttindum. Stundum er nóg, að hann hafi mátt vita um atvikin, svo að réttur hans glatist. Eins og nafnið bendir til, er vond trú í lögfræði andstæða við góða trú.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín, bls. 460, Reykjavík 1973.
- Gulbransen, Egil: Juridisk Leksikon, bls. 151, Oslo 1973.