Viðskiptablaðið
Viðskiptablaðið er íslenskt tímarit, sem gefið er út á hverjum fimmtudegi og er gefið út af útgáfufélaginu Myllusetri ehf. Blaðið fjallar aðallega um viðskipti og efnahagsmál.
Blaðið var stofnað árið 1994 og kom þá út á miðvikudögum. Frá janúar 2004 kom það einnig út á föstudögum og frá febrúar 2007 bættust þriðjudagar og fimmtudagar við og kom blaðið þá út fjórum sinnum í viku. Á þeim tíma var blaðið í eigu dótturfélags Exista. Í desember 2008 skipti blaðið um eigendur og varð aftur vikublað. Núverandi ritstjóri er Trausti Hafliðason.
Systurblað og fylgirit Viðskiptablaðsins er Fiskifréttir, sérblað um sjávarútvegsmál, sem komið hefur út frá 1983 og var áður sjálfstætt blað. Ritstjóri þess er Svavar Hávarðsson.
Fréttasíða Viðskiptablaðsins er vb.is og síður Fiskifrétta eru fiskifrettir.is og skip.is Geymt 12 september 2019 í Wayback Machine.
Eignarhald
[breyta | breyta frumkóða]Viðskiptablaðið er í eigu Mylluseturs ehf. Myllusetur er í eigu Péturs Árna Jónssonar sem á 67% hlut í gegnum félagið PÁJ Invest ehf. og Sveins B. Jónssonar sem á 33% hlut í gegn um félagið SBJ Invest.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Upplýsingar um eignarhald á tilkynningarskyldum miðlum“ (PDF). Sótt 27. febrúar 2012.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Viðskiptablaðsins, skoðuð 1. maí 2011. Geymt 17 maí 2011 í Wayback Machine
- „Myllusetur ehf kaupir Viðskiptablaðið. Eyjan.is, 27. nóvember 2008. Skoðað 1. maí 2011“.