Vinnuveitandaábyrgð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Vinnuveitandaábyrgð er almenn en ólögfest regla í íslenskum rétti, sem hljóðar þannig að vinnuveitandi beri ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með ólögmætum og saknæmum hætti á vinnutíma. Hér er það ekki gert að skilyrði að vinnuveitandi eigi sjálfur sök á tjóninu.

Húsbóndaábyrgð er gjarnan notað um vinnuveitandaábyrgð þótt sú orðnotkun sé á undanhaldi, og einnig hefur hún verið þekkt sem starfsdrottinsábyrgð.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.