Vin “K” svarar ekki
Vin „K“ svarar ekki er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Víðsvegar í Frakklandi og Norður-Afríku hverfa menn án þess til þeirra spyrjist. Það eru hraustir og þrekmiklir verkamenn, sem geta tekið til höndunum. Samtímis hættir vin „K“ - hin leynilega tilraunastöð í Sahara - að hafa samband við umheiminn. Eitt kvöld fær Moran flugforingi undarlega heimsókn, og þegar daginn eftir leggur hann af stað í flugvél áleiðis til hinnar dularfullu Vinar „K“. - En frá þeirri stundu mætir Bob Moran hverjum andstæðingnum öðrum hættulegri. Hverjir eru þessir ókennilegu hermenn, harðir í horn að taka, sem eitthvert annarlegt vald sendir gegn honum? Moran flugforingi á ekki aðeins í höggi við menn, heldur líka algerlega ný vísindi, sem fela í sér banvæna hættu fyrir mannkynið. Tekst fáeinum ófyrirleitnum hundingjum að brjóta Moran flugforingja á bak aftur, lama viðnámsþrótt hans og gera hann að lifandi vélmenni? Örlög Bob Morans - og meira að segja alls heimsins - eru komin undir smávægilegri nálastungu. Aldrei hefur Bob Moran - hinn reyndi herflugmaður og ævintýragarpur - ratað í hættulegri ævintýri, aldrei staði tæpar á barmi dauða og tortímingar.
Aðalpersónur
[breyta | breyta frumkóða]Bob Moran, Claude Bory, Alabert lögreglufulltrúi, Jouvert ofursti, Clark major, Said Mussa, Lang liðsforingi, Charles Wiener.
Sögusvið
[breyta | breyta frumkóða]París, Frakkland - El Koufra, Sahara, Norður-Afríka.
Bókfræði
[breyta | breyta frumkóða]- Titill: Vin „K“ svarar ekki
- Undirtitill: Drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: Oasis K ne répond plus
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1955
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Gísli Ásmundsson
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1969